47 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
47. fundur

Þriðjudaginn 29. júní 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón Pétur Líndal, Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson og Ómar Pétursson.

Fundarritari var Ómar Pétursson.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Skipulags- og byggingarnefnd, verkaskipting – Mál nr. 1006035

Kosning formanns og ritara.

Jón E. Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal ritari, Pétur Davíðsson nefndarmaður.

Byggingarleyfismál

2

Vatnsendahlíð 21, viðbygging – Mál nr. 1006027

Sótt er um leyfi fyrir stækkun frístundahússins samkvæmt uppdráttum frá Sigurði Hafsteinssyni. Stærðir eftir breytingu 81,1m² og 259,9m³

Samþykkt.

3

Stóra-Drageyri 2, frístundahús – Mál nr. 1006030

Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss samkvæmt uppdráttum frá Nýhönnun. Stærðir 143,3m² og 511,1m³

Samþykkt að grenndarkynna erindið samkvæmt 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum nr 1, 3, 4, 5 og landeiganda.

4

Indriðastaðir 43 nýtt frístundahús – Mál nr. 1006040

Sótt er um að flytja á lóðina nýtt hús í stað þess gamla sem verður fjarlægt. Erindinu fylgja teikningar frá Teiknivangi dags. 10. júní sl. Stærðir 105,2m² 349,4m³.

Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum að Indriðastöðum 41, 42 og 44 og Lambaási 6, 7, 8 og 9 og landeiganda. Auk þess verði áform um flutning á húsinu kynnt.

Skipulagsmál

5

Breyting á svæðisskipulagi sveitafélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 í landi Dagverðarness. – Mál nr. SK080059

Aftur til umræðu tillöguuppdráttur, að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar í landi Dagverðarnes. Breytingarnar felast í svæði fyrir verslun og hluti skógræktarsvæði eru gerð að frístundarsvæði og einnig er aukið skógræktarsvæði ofan vegar.

Vísað er í samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda. Svæðisskipulagsbreytingin samþykkt.

6

Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024

Aftur fyrir fund,tillaga að breytingu á aðalskipulgi Dagverðarness

Vísað er í samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda. Aðalskipulagsbreytingin samþykkt.

7

Nýtt deiliskipulag svæði S8 – Mál nr. SK080060

Lögð fram að nýju eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga, að nýju deiliskipulagi á Svæði S8. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti dags. 6.7.2009 ásamt greinargerð dags. 1.9.2009 unnið af Arkitektastofan OG ehf.

Athugasemdir bárust.

Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda, afgreiðslu frestað.

8

Dagverðarnes 43, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1006024

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar nr. 43 við Dagverðarnes. Hámarksbyggingarmagn verði 85 fm eftir breytinguna.

Samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 41, 42, 44, 45, 46 og lendeiganda Dagverðarness.

Framkvæmdarleyfi

9

Lambaás 8 – Mál nr. 1006028

Sótt er um leyfi til jarðvegsskipta undir bílastæði og húsi. Einnig er sótt um leyfi fyrir gerð manar við lóðamörk á milli 8 og 10.

Samþykkt, enda verði mön grenndarkynnt lóðareiganda að Lambaási 10.

10

Efnistaka í landi Bakkakots, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006031

Sótt er um nýtt efnistökusvæði í landi Bakkakots. Stærð 0,98 ha, efnismagn 20.000m³.

Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðaskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.

11

Efnistaka norðan Andakílsár í landi Hálsa (náma II), framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006032

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku norðan Andakílsár í landi Hálsa. Um er að ræða námu sem nefnd er náma II í umsókn.

Vísað er í umsókn um sama mál sem tekið var fyrir á fundi nefndarinnar 16.08.2007.
Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðaskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis. Auk þess þarf að lagfæra gögn.

12

Efnistaka í landi Efstabæjar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006037

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Efstabæjar alls ca 200m³

Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðisskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.

13

Efnnistaka í landi Bakkakots og Efstabæjar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006038

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Bakkakots og Efstabæjar. Áætluð efnistaka 20.000m³.

Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðisskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.

14

Borhola og og veitulögn í Vatnsenda, framkvæmdaleyfi. – Mál nr. 1006034

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borholu fyrir ferskt neysluvatn.

Vísað er til athugasemda skipulagsfulltrúa, afgreiðslu frestað.

15

Dagverðarnes 47 – Mál nr. 1006036

Sótt er um graftrarleyfi vegna stækkunar frístundarhússins, samkvæmt uppdráttum frá Orra Árnasyni.

Samþykkt að heimila jarðvegsskipti undir húsi, þar sem stærð húss eftir stækkun samræmist deiliskipulagsskilmálum.

Fyrispurn

16

Dagverðarnes 12 – Mál nr. 1006029

Óskað er eftir áliti nefndarinnar á byggingaráformum á lóðinni.

Þakform samræmast ekki byggðamynstri svæðisins.
Byggingarmagn samræmist ekki skipulagsskilmálum á svæðinu.

Stöðuleyfi

17

Lambaás 8 – Mál nr. 1006044

Sótt er um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni

Stöðuleyfi veitt í eitt ár.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:45.