136 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

þriðjudaginn 7. apríl 2020 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund Fjarfundur.

Þessir sátu fundinn:
  • Jón E. Einarsson
  • Pétur Davíðsson
  • Sigrún Guttormsdóttir Þormar
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Tillaga um notkun fjarfundabúnaðar- Mál nr. 2004002
Formaður fór yfir leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga og önnur hagnýt atriði vegna fjarfunda hjá sveitarfélaginu.
Stuðst verður við fjarfundabúnað á næstu fundum nefndarinnar þangað til það koma tilmæli um annað.
2. Húsakönnun 2018- Mál nr. 1802001
Tilboð í seinni áfanga húsakönnunar er lagt fram og kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gengið verði til samninga við Fornleifastofnun Íslands um að vinna húsakönnun er varðar seinni áfanga. Enn fremur er lagt til að sótt verði um styrk fyrir húsakönnun seinni áfanga til Minjastofnunar Íslands. Umsóknarfrestur er 1. des. ár hvert. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.
3. Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
Umhverfisráðuneytið auglýsir friðlýsingu svæðis í landi Vatnshorns og Fitja er nefnist Friðland við Fitjaá. Auglýsingin stendur yfir frá 24. mars og til 24. júní 2020. Hægt er að senda inn athugasemdir á umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is til og með 24. júní 2020.
Auglýsing lögð fram og kynnt

Skipulagsmál

4. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala- Mál nr. 1402009
Svar hefur borist við fyrirspurn til Skipulagsstofnunar þar sem óskað var leiðsagnar er varðar málefni deiliskipulags Kiðhúsbala.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

5. Mófellsstaðavegur, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004001
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 2,1 km löngum kafla Mófellsstaðavegar (507) í landi Efri-Hrepps, Neðri-Hrepps og Neðri-Hrepps 1. Efnistakan er áformuð í Borgarbyggð. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og er ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000 m.s.br. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir en samningar við þá er í vinnslu. Umsögn Minjavarðar liggur ekki fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við Vegagerðina að útbúinn verði áningarstaður/bílastæði fyrir að lágmarki 4-6 bíla við gatnamót Mófellsstaðavegar (507) og Borgarfjarðarbrautar (50). Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurbyggingu Mófellsstaðavegar sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda, umsögn Minjastofnunar Íslands og svar Vegagerðarinnar við athugasemd nefndarinnar liggur fyrir. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2020.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:15.