134 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl.11:30, hélt  skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.

Þessir sátu fundinn: 
  • Jón E. Einarsson
  • Pétur Davíðsson
  • Sigrún Guttormsdóttir Þormar
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Húsakönnun 2018- Mál nr. 1802001
Á 115. fundi hreppsnefndar þann 1.3.2018 var ákveðið að ganga til samninga um fyrri áfanga húsakönnunar. Þeim áfanga lauk með skil á skýrslu sem lögð var fram á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 7.8.2018. Ljúka þarf seinni áfanga húsakönnunar þannig að umrædd vinna gagnist við mótun stefnu í nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi ræði við ráðgjafa um mögulegt áframhald vinnunnar og geri verðkönnun.
2. Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
Haldinn var fundur m/Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytinu, landeigendum og Skorradalshreppi þann 27. jan. 2020 er varðar friðlýsingu í landi Vatnshorns og Fitja. Lagður er fram uppdráttur með afmörkun friðlandsins.
Málið kynnt.

Skipulagsmál

3. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala- Mál nr. 1402009
Haldinn var fundur með landeiganda Fitja, Huldu Guðmundsdóttur, þann 27.1.2020 á skrifstofu sveitarfélagsins. Staða málsins og næstu skref kynnt.
Stefnt skal að því að landeigendur og sveitarfélagið eigi fund með Vegagerðinni og Skipulagsstofnun um málið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4. Indriðastaðir 5, lóðamál- Mál nr. 1801003
Lóðareigandi óskar eftir að stærð lóðarinnar, Indriðastaðir 5, landnr. 134062 verði skráð hjá þjóðskrá samkvæmt skráðri stærð hennar í þinglýstum gögnum. Hjá þjóðskrá er lóðin skráð = 3620 m2, samkvæmt þinglýstum gögnum = 4481 m2
Ekki finnast nein erindi eða tillögur að breytingu lóðastærðar eða afmörkun á lóð Indriðastaða 5 síðan hún var samþykkt ásamt öðrum lóðum í kingum hana á fundi byggingarnefndar Skorradalshrepps þann 27. júlí 1972. Til þess að breyta lóðaafmörkun og/eða lóðastærð þarf að sækja um það til skipulagsfulltrúa á þar til gerðu eyðublaði og leggja fram fullnægjandi skipulagsgögn, þ.e. deiliskipulag. Við eftirgrennslan nefndarinnar, á tilvísun bréfritara, í þinglýst gögn hefur komið í ljós að þau hafa aldrei komið til afgreiðslu skipulagsyfirvalda Skorradalshrepps til samþykktar eða synjunar og eru því ekki gild gögn. Málinu hafnað.
5. Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð.- Mál nr. 1202001
Skógræktin hefur upplýst með tölvupósti dags. 14.jan sl. að vinna ekki frekar í deiliskipulagsmálum er varðar frístundabyggðina. Deiliskipulagstillaga er ekki tæk til auglýsingar þar sem vantar meðal annars upplýsingar um landamerki við Haga og lóð Skátafélags Akraness og nýja umsögn minjavarðar.
Skipulagsfulltrúi vinnur málið áfram.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:30.