þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl.11:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn: 
- Jón E. Einarsson
 - Pétur Davíðsson
 - Sigrún Guttormsdóttir Þormar
 - Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:
- Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
 
Þetta gerðist:
| 1. | Húsakönnun 2018- Mál nr. 1802001 | |
| Á 115. fundi hreppsnefndar þann 1.3.2018 var ákveðið að ganga til samninga um fyrri áfanga húsakönnunar. Þeim áfanga lauk með skil á skýrslu sem lögð var fram á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 7.8.2018. Ljúka þarf seinni áfanga húsakönnunar þannig að umrædd vinna gagnist við mótun stefnu í nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins. | ||
| Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi ræði við ráðgjafa um mögulegt áframhald vinnunnar og geri verðkönnun. | ||
| 2. | Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006 | |
| Haldinn var fundur m/Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytinu, landeigendum og Skorradalshreppi þann 27. jan. 2020 er varðar friðlýsingu í landi Vatnshorns og Fitja. Lagður er fram uppdráttur með afmörkun friðlandsins. | ||
| Málið kynnt. | ||
| 
 Skipulagsmál  | 
||
| 3. | Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala- Mál nr. 1402009 | |
| Haldinn var fundur með landeiganda Fitja, Huldu Guðmundsdóttur, þann 27.1.2020 á skrifstofu sveitarfélagsins. Staða málsins og næstu skref kynnt. | ||
| Stefnt skal að því að landeigendur og sveitarfélagið eigi fund með Vegagerðinni og Skipulagsstofnun um málið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
| 4. | Indriðastaðir 5, lóðamál- Mál nr. 1801003 | |
| Lóðareigandi óskar eftir að stærð lóðarinnar, Indriðastaðir 5, landnr. 134062 verði skráð hjá þjóðskrá samkvæmt skráðri stærð hennar í þinglýstum gögnum. Hjá þjóðskrá er lóðin skráð = 3620 m2, samkvæmt þinglýstum gögnum = 4481 m2 | ||
| Ekki finnast nein erindi eða tillögur að breytingu lóðastærðar eða afmörkun á lóð Indriðastaða 5 síðan hún var samþykkt ásamt öðrum lóðum í kingum hana á fundi byggingarnefndar Skorradalshrepps þann 27. júlí 1972. Til þess að breyta lóðaafmörkun og/eða lóðastærð þarf að sækja um það til skipulagsfulltrúa á þar til gerðu eyðublaði og leggja fram fullnægjandi skipulagsgögn, þ.e. deiliskipulag. Við eftirgrennslan nefndarinnar, á tilvísun bréfritara, í þinglýst gögn hefur komið í ljós að þau hafa aldrei komið til afgreiðslu skipulagsyfirvalda Skorradalshrepps til samþykktar eða synjunar og eru því ekki gild gögn. Málinu hafnað. | ||
| 5. | Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð.- Mál nr. 1202001 | |
| Skógræktin hefur upplýst með tölvupósti dags. 14.jan sl. að vinna ekki frekar í deiliskipulagsmálum er varðar frístundabyggðina. Deiliskipulagstillaga er ekki tæk til auglýsingar þar sem vantar meðal annars upplýsingar um landamerki við Haga og lóð Skátafélags Akraness og nýja umsögn minjavarðar. | ||
| Skipulagsfulltrúi vinnur málið áfram. | ||
Fleira ekki gert.
