144 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

miðvikudaginn 11. mars 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.

Þessir sátu fundinn: 
  • Pétur Davíðsson
  • Jón E. Einarsson
  • Árni Hjörleifsson
  • Sigrún Guttormsdóttir Þormar
  • Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:
  • Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Ungmennafélagið Íslendingur – Hreppslaug – framtíð.- Mál nr. 2003004
Stjórn og sundlaugarnefnd Ungmennafélagsins Íslendings komu á fundinn.
Rætt um framtíð laugarhúsins og tengd málefni.
2. Samráð minni sveitarfélaga vegna komandi Landsþings.- Mál nr. 2003005
Lagt fram minnisblað oddvita.
Minnisblaðið samþykkt.
3. Fimm ára samgönguáætlun 2020-2024- Mál nr. 2002003
Oddviti lagði fram drög að umsögn.
PD og oddvita falið að klára umsögn og senda inn.
4. Samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034- Mál nr. 2002004
Oddviti lagði fram drög að umsögn.
PD og oddvita falið að klára umsögn og senda inn.
5. Sorpmál – förgun dýrahræja.- Mál nr. 2003006
Rætt um leiðir varðandi förgun.
Samþykkt að JEE og oddviti skoðið málið á milli funda.
6. 12 mánaðauppgjör ársins 2019 – bráðabirgða.- Mál nr. 2003010
Lagt fram.
Farið yfir niðurstöðuna.

Fundargerðir til staðfestingar

7. Skipulags- og byggingarnefnd – 135- Mál nr. 2002003F
Lögð fram fundargerð frá 3. mars s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 líðum.
7.1 1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016
7.2 1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja
7.3 1802001 – Húsakönnun 2018
7.4 1909006 – Mófellsstaðir, stofnun lóðar.
7.5 2003001 – Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi
7.6 2001001 – Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags
7.7 1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.
7.8 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
7.9 2003002 – Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags
7.10 2003003 – Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags

Fundargerðir til kynningar

8. Fundargerðir nr. 877 – 879 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.- Mál nr. 2003008
Lagðar fram.
9. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 186-188- Mál nr. 2003009
Lagðar fram.
10. Samtök sveitarfélaga á Vesurlandi, stjórnarfundur nr. 151- Mál nr. 2003007
Lögð fram.

Skipulagsmál

11. Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags- Mál nr. 2001001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. janúar til og með 21. febrúar 2020. Eitt erindi barst á kynningartíma. Erindið hefur ekki áhrif á tillöguna og fól ekki í sér athugasemd.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
12. Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012
Svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns lagt fyrir og kynnt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns verði samþykkt af hreppsefnd og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
13. Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003003
Óskað er eftir að byggja 130 m2 frístundahús. Samkvæmt skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja 82,0 m2 á lóðinn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 125,127,128,132 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 125,127,128,132,204,206 og 208 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
14. Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags fyrir lóð Hrísás 18 í landi Indriðastaða er varðar aukið byggingarmagn og breytta mænisstefnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hrísás 16 og 20 og Skálalæk 1 og 2 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hrísás 16 og 20 og Skálalæk 1 og 2 og landeigendum, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Byggingarleyfismál

15. Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 2003001
Sótt er um byggingarleyfi til að byggja, 24,7 m2 við núverandi hús á lóðinni sem er skv. þjóðskrá 50,0 m2. Samtals yrði því byggingarmagn á lóðinni 74,7 m2 sem er umfram heimildir á þessu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Indriðastöðum 32, 33, 34, 49 og 51, Stráksmýri 9, 11 og 13 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 fyrir Indriðastöðum 32, 33, 34, 49 og 51, Stráksmýri 9, 11 og 13 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 23:45.