miðvikudaginn 11. mars 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn:
- Pétur Davíðsson
- Jón E. Einarsson
- Árni Hjörleifsson
- Sigrún Guttormsdóttir Þormar
- Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:
- Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
1. | Ungmennafélagið Íslendingur – Hreppslaug – framtíð.- Mál nr. 2003004 | |
Stjórn og sundlaugarnefnd Ungmennafélagsins Íslendings komu á fundinn. | ||
Rætt um framtíð laugarhúsins og tengd málefni. | ||
2. | Samráð minni sveitarfélaga vegna komandi Landsþings.- Mál nr. 2003005 | |
Lagt fram minnisblað oddvita. | ||
Minnisblaðið samþykkt. | ||
3. | Fimm ára samgönguáætlun 2020-2024- Mál nr. 2002003 | |
Oddviti lagði fram drög að umsögn. | ||
PD og oddvita falið að klára umsögn og senda inn. | ||
4. | Samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034- Mál nr. 2002004 | |
Oddviti lagði fram drög að umsögn. | ||
PD og oddvita falið að klára umsögn og senda inn. | ||
5. | Sorpmál – förgun dýrahræja.- Mál nr. 2003006 | |
Rætt um leiðir varðandi förgun. | ||
Samþykkt að JEE og oddviti skoðið málið á milli funda. | ||
6. | 12 mánaðauppgjör ársins 2019 – bráðabirgða.- Mál nr. 2003010 | |
Lagt fram. | ||
Farið yfir niðurstöðuna. | ||
Fundargerðir til staðfestingar |
||
7. | Skipulags- og byggingarnefnd – 135- Mál nr. 2002003F | |
Lögð fram fundargerð frá 3. mars s.l. | ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 líðum. | ||
7.1 | 1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016 | |
7.2 | 1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja | |
7.3 | 1802001 – Húsakönnun 2018 | |
7.4 | 1909006 – Mófellsstaðir, stofnun lóðar. | |
7.5 | 2003001 – Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi | |
7.6 | 2001001 – Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags | |
7.7 | 1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir. | |
7.8 | 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala | |
7.9 | 2003002 – Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags | |
7.10 | 2003003 – Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags | |
Fundargerðir til kynningar |
||
8. | Fundargerðir nr. 877 – 879 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.- Mál nr. 2003008 | |
Lagðar fram. | ||
9. | Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 186-188- Mál nr. 2003009 | |
Lagðar fram. | ||
10. | Samtök sveitarfélaga á Vesurlandi, stjórnarfundur nr. 151- Mál nr. 2003007 | |
Lögð fram. | ||
Skipulagsmál |
||
11. | Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags- Mál nr. 2001001 | |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. janúar til og með 21. febrúar 2020. Eitt erindi barst á kynningartíma. Erindið hefur ekki áhrif á tillöguna og fól ekki í sér athugasemd.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
12. | Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012 | |
Svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns lagt fyrir og kynnt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns verði samþykkt af hreppsefnd og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
Hreppsnefnd samþykkir svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
13. | Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003003 | |
Óskað er eftir að byggja 130 m2 frístundahús. Samkvæmt skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja 82,0 m2 á lóðinn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 125,127,128,132 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 125,127,128,132,204,206 og 208 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist. | ||
14. | Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003002 | |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags fyrir lóð Hrísás 18 í landi Indriðastaða er varðar aukið byggingarmagn og breytta mænisstefnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hrísás 16 og 20 og Skálalæk 1 og 2 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hrísás 16 og 20 og Skálalæk 1 og 2 og landeigendum, þegar fullnægjandi gögn hafa borist. | ||
Byggingarleyfismál |
||
15. | Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 2003001 | |
Sótt er um byggingarleyfi til að byggja, 24,7 m2 við núverandi hús á lóðinni sem er skv. þjóðskrá 50,0 m2. Samtals yrði því byggingarmagn á lóðinni 74,7 m2 sem er umfram heimildir á þessu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Indriðastöðum 32, 33, 34, 49 og 51, Stráksmýri 9, 11 og 13 og landeigendum. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 fyrir Indriðastöðum 32, 33, 34, 49 og 51, Stráksmýri 9, 11 og 13 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. |
Fleira ekki gert.