44 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
44. fundur

Mánudaginn 29. mars 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Ómar Pétursson og Jón Pétur Líndal.

Fundarritari var Ómar Pétursson, byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

1

Umhverfisnefnd Alþingis. 425., 426. og 427. mál til umsagnar. – Mál nr. 1003018

Erindi vísað til Skipulags- og byggingarnefndar frá Hreppsnefnd. Jafnframt lagðar fram drög að umsögn Sambands íslenskra sveitafélaga um lagafrumvörpin.

Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögnum um lagafrumvörpin og leggja fyrir sveitarstjórn.

Byggingarleyfismál

2

Frístundahús – Mál nr. SK080056

Áður frestað erindi. Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri á steyptum sökkli með kjallara að hluta með einhallandi þakformi og palli við þrjár hliðar hússins teikningar dags. 10.10.2008 og unnar af Marvin Ívarssyni hjá Teiknir ehf. á lóðinni nr. 109 við Fitjahlíð í landi Fitja. meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 15. október 2008.

Stærðir kjallara 32,0 ferm. 1. hæð 119,7 ferm. samtals 151,7 ferm., 475,4 rúmm.

Þar sem húsgerð, stærð og útlit, er ekki í samræmi við byggðamynstur í Fitjahlíð er erindinu hafnað.

3

Frístundahús – Mál nr. 1003030

Erindi Sigurðar Halldórssonar í umboði Steinþórs Pálssonar um leyfi fyrir byggingu frístundahúss á lóðinni Indriðastaðahlíð 116. Stærðir 103,1m² og 342,0m³ samkvæmt teikningum frá Gláma- Kím dags. 25.03.2010

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Skipulagsmál

4

Vatnsendahlíð 186, deiliskipulagsbreyting 8. áfangi – Mál nr. SK100007

Áður frestað erindi. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í Vatnsendahlíð 8. áfanga. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 186 og gerir ráð fyrir auknum byggingarheimildum þar sem sótt hefur verið um að á lóðinni megi vera íbúðarhús í stað frístundahúss. Erindinu fylgir uppdráttur með greinargerð gerður af Ólafi Guðmundssyni dags. 27.01.10.

Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga.

5

Breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1003031

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi 5. áfanga í Dagverðarnesi samkvæmt uppdrætti frá Sturlu Þór Jónssyni, dags. 29.03.2010.

Nefndin tekur afstöðu til skilmála, lagfæra þarf gögn, skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum til vinnsluaðila. Málinu frestað.

6

Frístundabyggð í Hálsaskógi, Skorradal IV. áfangi – Mál nr. 1003032

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi IV áfanga. Breytingin felst í að skilmáum fyrir lóðina Refsholt 45 breytast, samkvæmt uppdrætti frá Arkís dags. 25.03.2010.

Samþykkt að grenndarkynna erindið samkv. 2. mgr. 26 gr.skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum Refsholts 13, 40, 43, 44, 47 og landeiganda.

Framkvæmdarleyfi

7

Endurnýjun á hitaveitulögn – Mál nr. 1003033

Björgvin Helgason fh. Orkuveitu Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á hitaveitulögn um 1,2 km með Dragvegi 520 samkvæmt bréfi dags. 26.03.2010 og uppdráttum gerðum af Orkuveitu Reykjvaíkur

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að leyfi verði veitt að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

24:00.