Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2009, miðvikudaginn 24. júní kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 35. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Jón P.Líndal, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1.
|
Grenihvammur 9, breyting á byggingareit.
|
(28.0400.90)
|
Mál nr. SK08002
|
210855-2979 Helga Óskarsdóttir, Lindarbyggð 15, 270 Mosfellsbær
Lagður fram tillöguuppdr. að breytingu á deiliskipulagi Hvammskógi neðri, gerður af Landlínum dags. 01. 10 . 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á byggingarreit á lóð nr. 9 við Grenihvamm.
Erindið var grenndarkynnt 18.05.2009 með athugasemdafresti til 16.06.2009. Ein athugasemd barst frá Vegagerðinni, bréf dags. 19.05.2009 sem telur færslu á byggingarreit ósækilega vegna hljóðmengunar og fer fram á að lóðarhafi geri viðeigandi ráðstafanir til að vega upp á móti hljóðmengun.
Fyrir liggur bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 26. nóvember 2003 þar sem veitt er undanþága frá fjarlægð frá Skorradalsvegi í frístundabyggð í Hvammsskógi neðri í landi Hvamms og er hún heimiluð 50 m.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
2.
|
Vatnsendi 134100, svæðisskipulagsbreyting
|
(00.0440.00)
|
Mál nr. SK090032
|
060556-5989 Sigurður Pétursson, Hellum, 311 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að breyta svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar í landi Vatnsenda og Mófellsstaða. Breytingarnar felast í að landbúnaðarsvæði er gert að efnistökusvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingar en gerir athugasemdir við framsetningu uppdráttar. Málinu vísað til hreppsnefndar til afgreiðslu.
3.
|
Hvammsskógur neðri lóð 25 og 27, deiliskipulagsbreyting – lóð nr. 25 og 27
|
(28.0102.50)
|
Mál nr. SK080058
|
540405-0420 Langás ehf, Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Lagður fram tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi af lóðunum nr. 25 og 27 við Hvammskóg, unna af Gassa Arkitektum dags. 29.08.2008. Lagfærður uppdráttur dags. 05.02.2009.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 18.05.2009 til og með 16.06.2009. Ein athugasemd barst frá lóðarhöfum við Furuhvamm 3, bréf dags. 15.06.2009, sem samþykkja breytinguna með fyrirvara um umfang og stæðir húsa á viðkomandi lóðum. Jafnframt er óskað eftir að við val og staðsetningu trjágróðurs sé tekið tillit til lóðarinnar við Furuhvamm 3.
Ekki er verið að breyta skilmálum um stærðir heldur einungis verið að færa byggingarreiti.
Skipulags- byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, með fyrirvara um lagfæringu á gögnum.
4.
|
Indriðastaðahlíð 116, breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar, lóð nr 116 og 118.
|
(30.0011.60)
|
Mál nr. SK08042
|
230460-2729 Steinþór Pálsson , Birkihlíð 9, 105 Reykjavík
220761-3559 Áslaug Guðjónsdóttir, Birkihlíð 9, 105 Reykjavík
Umsókn um að breyta deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar. Breytingin felst í því, að lóðir nr. 116 og 118 verða sameinaðar og einn stór byggingarreitur kemur í stað þeirra tveggja, sem fyrir voru. Að öðru leyti verða engar breytingar á deiliskipulaginu. Uppdr. gerður af Landlínum ehf., dags. 03. 09. 2008.
Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum nr. 117, 119, 120, 114 og 115 auk landeiganda. Frestur til athugasemda var frá 20.05.2009 til og með 18.06.2009. Engin athugasemd barst viði deiliskipulagsbreytinguna.
Skipulags- byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með fyrirvara um lagfæringu á gögnum.
5.
|
Indriðastaðir 134056, óveruleg breyting á deiliskipulagi Skálalækjar nr. 6 á Indriðastöðum
|
(00.0300.00)
|
Mál nr. SK080054
|
230944-3509 Jón Eiríksson, Ránargata 46, 101 Reykjavík
Deiliskipulagsbreytingin felst í því, að byggingarreitur á lóð nr. 6 við Skálalækjarás er stækkaður til suðurs, samkv. uppdráttum gerðum af Landlínum ehf., dags. 18. 07. 2008.
Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum við Skálalækjarás nr. 5, 6, 8 og 10 auk landeiganda. Frestur til athugasemda var frá 20.05.2009 til og með 18.06.2009. Engin athugasemd barst við deiliskipulagsbreytinguna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með fyrirvara um lagfæringu á gögnum.
6.
|
Dagverðarnes 47, deiliskipulagsbreyting – Sumarbústaðalóðir í Dagverðarnesi Skorradal
|
(12.0004.70)
|
Mál nr. SK090030
|
290754-5779 Brynhildur Sigmarsdóttir, Þrastanesi 18, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta deiliskipulagi Dagverðarnesi í Skorradal sumarbústaðalóðir, lóðir 31-48. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 47 og felst í 75 fm viðbyggingu auk kjallara. Heimilt er að byggja sumarhús allt að 60 fm auk geymslu á lóðinnni. Nýtingathlutfall er 0,05 án kjallara og 0,07 með kjallara. Breytingin er sett fram á uppdrætti frá Zeppelin arkitektum dags. 20.06.2009.
Erindinu hafnað þar sem það samræmist ekki nýtingarhlutfalli í gildandi aðalskipulagi Dagverðarness 1192-2012.
7.
|
Refsholt 45, deiliskipulagsbreyting – frístundabyggð í Hálsaskógi 4. áfangi
|
(24.0104.50)
|
Mál nr. SK090029
|
080355-2119 Ásgeir Eiríksson, Efstaleiti 10, 103 Reykjavík
080554-3709 Kristrún Davíðsdóttir, Efstaleiti 10, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Hálsaskógi í Skorradal, 4. áfangi. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 45 við Refsholt og felst í að skilmálum er breytt þannig að hámarksvegghæð breytist úr 2,50 m í 3,80 m. Breytingin er sett fram á uppdrætti frá ARKÍS dags. 22.06.2009. Lóðarhafar nærliggjandi lóða og landeigandi hafa samþykkt breytingu á vegghæð með áritun á byggingarnefndarteikningar.
Fyrirhuguð breyting á skilmálum hefur verið grenndarkynnt á fullnægjandi hátt og leggur skipulags- og byggingarnefnd til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir lagfærðum gögnum.
Byggingarl.umsókn
8.
|
Fitjahlíð 16, frístundahús
|
(16.0001.60)
|
Mál nr. SK08025
|
171049-4669 Lárus Hannesson, Klyfjaseli 13, 109 Reykjavík
Umsókn um að stækka núverandi frístundahús úr timbri samkv. uppdráttum, gerðum af Birni H. Jóhannessyni, arkitekt dags. 20. 09. 2007.
Erindið var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, landeiganda og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Frestur til athugasemda var frá 17.05.2009 til og með 15.06.2009. Engin athugasemd barst.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa
9.
|
Indriðastaðir 15, frístundahús
|
(30.0001.50)
|
Mál nr. SK080032
|
180369-5899 Tinna Björk Baldursdóttir, Háaleiti 22, 230 Keflavík
Umsókn um að stækka núverandi frístundahús úr timbri á steyptum hnöllum, samkv. uppdr. gerðum af ARTIK teiknistofu, dags. 15. 11. 2007.
Erindið var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, landeigenda og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Frestur til athugasemda var frá 17.05.2009 til og með 15.06.2009. Engin athugasemd barst vegna breytingarinnar en bréf barst frá Önnu Lilju Sævarsdóttur dags. 11.06.09 og gerir hún athugsemd við hversu seint grenndarkynning fer fram.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
Pétur Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10.
|
Indriðastaðir 19, frístundahús, viðbygging
|
(30.0001.50)
|
Mál nr. SK080064
|
200949-3749 Bergþóra Þorsteinsdóttir, Prestastígur 11, 113 Reykjavík
161044-3189 Jóhann Runólfsson, Prestastígur 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við frístundahús til vesturs á hefðbundin hátt með mænis þakformi á einni hæð á landi Indriðastaða á lóð nr. 19. Teikningar unnar af Luigi Barttolozzi arkitekt dagsettar 2. desember 2008.
Stærðir viðbyggingar 34,8 ferm. og 42,2 rúmm.
Erindið var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, landeigenda og lóðarhöfum aðliggjandi lóða nr. 14, 15, 16, 18 og 20. Frestur til athugasemda var frá 17.05.2009 til og með 15.06.2009. Engin athugasemd barst.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
11.
|
Stóra-Drageyri 5, viðbygging
|
(42.0000.50)
|
Mál nr. SK080066
|
181137-2239 Þór Magnússon, Bauganesi 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu byggða á hefðbundinn hátt úr timbri á steinsteyptum súluundirstöðum á lóð nr. 5 í landi Stóru-Drageyrar.
Stærðir viðbyggingar 13,2 ferm. og 42,0 rúmm. Erindið var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum að Stóru-Drageyri nr. 2, 4 og 6 frá 17.05.2009 til og með 15.06.2009. Engar athugasemdir bárust en bréf barst frá Skógrækt ríkisins dags. 10.06.2009 sem gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
12.
|
Vatnsendahlíð 186, frístundahús
|
(44.0018.60)
|
Mál nr. SK090023
|
100438-4379 Haukur Engilbertsson, Vatnsenda, 311 Borgarnes
Sótt um leyfi fyrir frístundahúsi. Teikningar frá tækniþjónustu Bjarna Árnasonar. Stærðir 25,6m² og 75,5m³
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
13.
|
Vatnsendahlíð 187, frístundahús
|
(44.0018.70)
|
Mál nr. SK090024
|
100438-4379 Haukur Engilbertsson, Vatnsenda, 311 Borgarnes
Sótt um leyfi fyrir frístundahúsi. Teikningar frá tækniþjónustu Bjarna Árnasonar. Stærðir 25,6m² og 75,5m³
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
14.
|
Vatnsendahlíð 63, gestahús
|
(44.0006.30)
|
Mál nr. SK090028
|
050832-7599 Þór Þorsteins, Laugarásvegur 50, 104 Reykjavík
240438-2919 Dóra Egilson, Laugarásvegur 50, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigurði Þórissyni stærð 25,2m² og 76,8m³.
Erindinu er hafnað þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
15.
|
Vatnsendahlíð 37, stækkun frístundahúss
|
(44.0003.70)
|
Mál nr. SK090022
|
070352-2819 Ingvar Ólafsson, Bæjargili 74, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að stækka frístundahús eins og meðfylgjandi teikningar frá Vektor sýna. Stærðir 23,9m² og 85,6m³.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
16.
|
Stóra-Drageyri 2, frístundahús
|
(00.0420.01)
|
Mál nr. SK090010
|
250857-7999 Ragna Erwin, Hagaflöt 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt frístundahús á lóðinni, stærð botnflatar 117,7m² brúttó rúmmál 472,2m³. Teikningar frá Teiknivangi
Einnig er sótt um nýjan veg að húsi.
Erindinu er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna í málinu.
17.
|
Dagverðarnes 46, frístundahús, stækkun
|
(12.0004.60)
|
Mál nr. SK090020
|
181050-4119 Hinrik Sigurjónsson, Seljabraut 38, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka frístundahús að Dagverðarnesi 46 samkvæmt uppdráttum frá Jóhannesi Péturssyni (teiknistofan ABS) stærð viðbyggingar 13,8m²
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
18.
|
Refsholt 45, nýtt hús
|
(24.0104.50)
|
Mál nr. SK090002
|
080554-3709 Kristrún Davíðsdóttir, Efstaleiti 10, 103 Reykjavík
080355-2119 Ásgeir Eiríksson, Efstaleiti 10, 103 Reykjavík
Aftur til umræðu umsókn leyfi til að byggja frístundahús úr timbri með steyptri gólfplötu og sökklum. Húsið eru á einni hæð. Uppdrættir eru gerðir af ARKÍS, dags. 2. júní 2009.
Stærðir: 149,1 ferm., 545,5 rúmm.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulagsbreytingar fyrir viðkomandi lóð og að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
Stöðuleyfi
19.
|
Furuhvammur 2, gámur
|
(28.0300.20)
|
Mál nr. SK090025
|
210855-2979 Helga Óskarsdóttir, Lindarbyggð 15, 270 Mosfellsbær
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám í 5 mánuði vegna efnisgeymslu.
Þar sem gámurinn hefur staðið á þriðja ár á lóðinnni er veittur frestur til 1. ágúst 2009 til að fjarlægja hann.
Framkvæmdarleyfi
20.
|
Vatnsendi 134100, náma
|
(00.0440.00)
|
Mál nr. SK090031
|
060556-5989 Sigurður Pétursson, Hellum, 311 Borgarnes
Landeigendur jarðanna Vatnsenda og Mófellsstaða sækja um formlegt framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Vatnsenda og Mófellsstaða samkvæmt uppdrætti frá Ólafi Guðmundssyni.
Erindinu vísað til umsagnar Umhverfisstofnunar og embættis Veiðimálastjóra.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 01:00