Árið 2009, þriðjudaginn 7. apríl 20:15, var haldinn 31. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn: Jón Eiríkur Einarsson formaður, Pétur Davíðsson, Jón P. Líndal.
Fundarritari er: Pétur Davíðsson
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1.
|
Dagverðarnes 133952,
|
(00.0120.00)
|
Mál nr. SK070024
|
Aðalskipulagsuppdráttur
601100-2150 Dagverðarnes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lagður fram og kynntur tillöguuppdráttur, að breytingu á aðalskipulagi Dagverðarness, uppdráttur dagsettur 7. apríl 2009. Breytingin felst í að opnu svæði, þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun á skógræktarsvæði ofan vegar sem mótvægisaðgerð við nýtt frístundasvæði. Einnig er gerð sú breyting að nýttingarhlutfall húsa er fellt niður en hámarksstærð húsa verði ákveðið við gerð deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna en gerir athugasemdir við framsetningu uppdráttar. Málinu vísað til hreppsnefndar til afgreiðslu.
2.
|
Dagverðarnes 133952, Svæðisskipulag
|
(00.0120.00)
|
Mál nr. SK080059
|
601100-2150 Dagverðarnes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lagður fram og kynntur tillöguuppdráttur, að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar í landi Dagverðarnes. Breytingarnar felast í svæði fyrir verslun og hluti skógræktarsvæði eru gerð að frístundarsvæði og einnig er aukið skógræktarsvæði ofan vegar.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingar en gerir athugasemdir við framsetningu uppdráttar. Málinu vísað til hreppsnefndar til afgreiðslu.
3.
|
Dagverðarnes 133952, Deiliskipulag
|
(00.0120.00)
|
Mál nr. SK080060
|
601100-2150 Dagverðarnes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lagður fram tillöguuppdráttur, að nýju deiliskipulagi á Svæði S8.
Afgreiðslu frestað.
Byggingarleyfisumsókn
4.
|
Indriðastaðir 3
|
Mál nr. SK08005
|
Verkstjórafélag Reykjavíkur.
Aftur til umræðu, umsókn um að flytja núverandi frístundahús af lóðinni samkv. uppdrætti nr. 000, gerðum af Úti inni arkitektum, dags. 14. 02. 2008.
Stærð aukahúss: 25.0 m2 og 83.4 m3.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að heimilt sé að flytja húsið brott, með þeim fyrirvara um framlagningu veðbókarvottorðs og samþykki móttökusveitarfélags húsins. Leyfi þetta felur ekki í sér heimild til reisa nýtt frístundahús á lóðinni.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 21:25