Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, þriðjudaginn 3. júní kl. 20:30 var haldinn 20. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Vignir Siggeirsson, Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Dagverðarnes 220, (12.0022.00) Mál nr. 70010
Bátaskýli
Til umræðu niðurstaða grenndarkynningar vegna heimildar til að byggja bátaskýli á lóðinni samkv. uppdr. Jóns M Halldórssonar byggingarfræðings. Athugasemdir bárust frá einum aðila.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að tekið verði tillit til athugasemda, sem borist hafa og hafnar því erindinu.
2. Fitjahlíð 52, (00.0000.00) Mál nr.
Frístundahús
Til umræðu niðurstaða grenndarkynningar vegna heimildar til að stækka hús á lóðinni samkv. uppdr. Gerðum af Klöpp arkitektum-verkfræðingum ehf. dags. feb. 2008. byggingarfræðings. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að samþykkt verði byggingarleyfi vegna stækkunar.
3. Hvammskógar 36, (00.0000.00) Mál nr.
Bátaskýli
Lagður fram tillöguuppdráttur vegna breytinga á deiliskipulagi Hvammskóga neðri lóð nr . 36, samkv. uppdr. gerðum af Landlínum dags. 23. 07. 2007. Óskað er eftir að fá að grenndarkynna nýja byggingarreit vegna bátaskýlis á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði sett í grenndarkynningu, samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðum og landeiganda. Einnig verði leitað eftir undanþágu gagnvart fjarlægð frá vatni.
4. Dagverðarnes 133952, (00.0120.00) Mál nr. SK070024
Mál áður skráð:
Nr. 40109 á 133. fundi skipulags- og byggingarnefnd Borgarfjarðar, 13. júlí. 2004. Undir lið nr.2.
Nr. 60043 á 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps 19. des. 2006. Undir lið nr. 20.
Áfram til umræðu í nefndinni. Lagt fram bréf frá Ívari Pálssyni hjá Landslögum lögfræðistofu, f. h. Dagverðarness, dags. 1. júní 2008. Fylgigögn eru tilgreind í bréfi þessu.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að skrifa Skógrækt ríkisins, og Umhverfisstofnun, varðandi varðveislugildi þess bændaskógar, sem á svæðinu er, sbr. bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 4. mars sl. Einnig er settur fyrirvari gagnvart austustu lóðinni vegna fyrirhugaðs lendingarstaðar björgunarþyrlu.
5. Hvammur, Mál nr.
Deiliskipulagsuppdrættir frá Gassa arkitekter dags. 15. 01. 2008 f.h. Eignarhaldfélagsins Hvammskóga ehf . Deiliskipulagstillaga vestast í landi Hvamms neðan vegar.
Áfram til umræðu. Lagðir fram nýir tillöguuppdr. af deiliskipulagi ásamt skipulagsskilmálum.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í framlagða deiliskipulagstillögu. Óskað er eftir tillögu að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar, sem samræmist framangreindri deiliskipulagstillögu og aðalskipulagstillögu.
6. Fitjar Mál nr.
Áfram til umræðu í nefndinni. Deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í landi Fitja í Skorradalshreppi. Uppdrættir gerðir af Pétri Jónssyni, dags. 15. 04. 2007.
Lagt fram bréf frá Huldu Guðmundsdóttur f.h. landeigenda Fitja, dags. 8. maí 2008.
Bréf lagt fram.
Fyrirspurnir
7. Hvammskógar 20 Mál nr.
Fyrirspurn varðandi kjallara og gestahúss vegna fyrirhugaðra nýbygginga. Lagt fram bréf frá lóðarhafa dags. 26. 05. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við væntanlega stærð frístundahúsið, en varðandi 50 m2 gestahús þarf að gera breytingu á deiliskipulagi.
Byggingarleyfisumsóknir
8. Fitjahlíð 51 Mál nr.
Frístundahús
Áfram til umræðu í nefndinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur átt fund með lögfræðingi sveitarfélagsins vegna úrskuðar varðandi byggingarleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að eiganda verð tilkynnt, að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hafi byggingarleyfi frá 15. júní 2004, verið fellt úr gildi. Eiganda skuli gert að fjarlægja núverandi stækkun eða sækja um aftur í samræmi við verðandi skipulagsskilmála.
9. Dagverðarnes, lóð nr. 32 Mál nr.
Frístundabyggð
Áfram til umræðu í nefndinni, umsókn um að byggja gestahús, samkvæmt uppdráttum gerðum af Helgu Guðmundsdóttur, dags. í maí 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita ráða og fá álit hjá Skipulagsstofnun gagnvart skipulagsskilmálum á svæðinu.
10. Vatnsendahlíð 28 Mál nr.
Geymsla
Umsókn um að reisa geymslu úr timbri á undirstöðum úr tréstaurum, samkv. uppdr. gerðum af Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 6. 05. 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði í tengslum við verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.
11. Indriðastaðiahlíð 162 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn er um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steyptum kjallara og sökklum, samkv. uppdr. gerðum af Sveini Ívarssyni, arkitekt, dags. 11. maí 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindinu verði hafnað, þar sem það samræmist ekki skipulagsskilmálum .
12. Dagverðarnes lóð nr. 14 Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umræðu, umsókn um að stækka núverandi frístundahús og reisa nýtt gestahús úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum nr. 101 dags. 20 .06. 2007, nr. 102 og 103, dags. 20. 02. 2007, gerðum af Teiknistofunni TAK. Gert er ráð fyrir að gestahúsið verði tengt verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita ráða og fá álit hjá Skipulagsstofnun gagnvart skipulagsskilmálum á svæðinu.
13. Vatnsendahlíð 2
Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umfjöllunar í nefndinni. Umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum. Lagðir fram nýir uppdr. með breytingum, gerðir af Teiknistofunni ARKO, dags. í apríl 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.
14. Vatnsendahlíð 179
Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umfjöllunar í nefndinni, umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, . Lagðir fram leiðréttir uppdr. gerðir af Teiknistofunni ARKO, dags. í maí 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.
15. Vatnsendahlíð 217
Mál nr.
Frístundahús
Áfram til umræðu í nefndinni, umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum. Nýir uppdrættir eru lagðir fram, gerðir af Teiknistofunni ARKO, dags. í mars 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
16. Indriðastaðir 35 Mál nr.
Frístundahús
Lagt fram bréf, frá Kristni Ragnarssyni arkitekt ehf., f. h. lóðarhafa, mótt. 3. 06. 2008, þar sem farið er fram á að fá að fjalægja núverandi frístundahús og reisa nýtt á sama stað. Einnig er lagður fram uppdráttur með tillögu að deiliskipulagi dags. 2. 06. 2008 og drög að útlitsmynd mótt 3.06. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita ráða og fá álit hjá Skipulagsstofnun gagnvart skipulagsskilmálum á svæðinu.
17. Vatnsendahlíð 87
Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt gestahús úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, gerðum af Bjarna Ingibergssyni, byggingatæknifræðingi dags. 20. 05. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
18. Indriðastaðir 54 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt gestahús úr timbri á tjörusoðnum staurum, samkv uppdráttum, gerðum af Arko dags. 7. 03. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
19. Fitjahlíð 16
Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að stækka núverandi frístundahús úr timbri á, samkv uppdráttum, gerðum af Birni H. Jóhannessyni, arkitekt dags. 20. 09. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði grenndarkynnt samkv. 7. Mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynnt skal gagnvart landeiganda og aðliggjandi lóðum.
20. Vatnsendahlíð 181
Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umfjöllunar í nefndinni. Lagðir fram breyttir uppdrættir um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steyptum sökklum gerðir af JeEs arkitektum, dags. 30. 04. 2008. (óbr. dags.) . Óskað er eftir að fá að grenndarkynna erindið samkv. tölvupósti frá Jóni Stefáni Einarssyni dags. 2. 06. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir ekki með að settir verði í grenndarkynningu byggingarhlutar, sem fara út fyrir byggingarreit, svo sem þakvirki, upphækkuð verönd, vegghlutar yfir 1.8m og setlaug. Erindinu er þar með hafnað.
Stöðuleyfi
21. Indriðastaðir. Mál nr.
Dæluhús
Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Halldóssyni, f.h. Indriðastaða ehf, dags. 22. maí 2008. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir dæluhús samkv. fyrirliggjandi uppdráttum.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt, að því tilskyldu að útlit og áferð verði í samræmi við önnur mannvirki við enda vatnsins.
Framkvæmdaleyfi
22. Víkkun vegskeringar í klöpp ofan Hálsa.
Mál nr.
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn frá Vegagerðinni vegna vegskeringar í Klöpp ofan Hálsa dags. 27. 05. 2008. Einnig lagður fram uppdr. vegna breytingar á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar dags. 26. 05. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að byggingarfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi, þegar ferli svæðisskipulagsgagna lýkur. Einnig er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út bráðabirgða
framkvæmdaleyfi sbr. símafund þ. 27. 05. 2008.
Önnur mál
23. Ósk um að setja niður flotbryggju í Dagverðarnesi.
Mál nr.
Lagður fram tölvupóstur frá Pétri Þór Halldórssyni, lóð 125 dags. 1. 06. 2008, þar sem eigendur sjö lóða óska eftir að fá að setja niður flotbryggju, sem yrði aðeins við vatnið á sumrin. Erindið er frá eigendum lóða nr. 52, 126, 55, 54, 124, 123 og 125.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við, að sett verði niður flotbryggja við vatnið. Óskað er eftir, að skriflegt samþykki frá landeiganda berist skipulags- og byggingarnefnd.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 02:35
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason
Vignir Siggeirson
Bjarni Þorsteinsson