Árið 2008, mánudaginn 10. nóvember kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 27. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Pétur Daviðsson, Jón Einarsson, Jón Pétur Líndal, Jón M. Halldórsson og Árni Þór Helgason. Fundarritari var Árni Þór Helgason
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1.
|
Hvammsskógar neðri., Deiliskipulagsbreyting-lóð nr. 25 og 27
|
(28.0102.50)
|
Mál nr. SK080058
|
Lagður fram tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi af lóðunum nr. 25 og 27 við Hvammskóga, unna af Gassa Arkitektum dags. 29.08.2008.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði sett í grenndarkynningu, samkv.. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, kynna skal fyrir landeigandi og lóðarhöfum, Hvammskóg 23, 25, 26, 28, 27, 28, 30 og 39 og Furuhvammi 1 og 13. Lagfæra þarf uppdrátt fyrir grenndarkynningu í samræmi við athugasemdir skipulags- og byggingarfulltrúa.
2.
|
Dagverðarnes 133952, Aðalskipulagsuppdráttur
|
(00.0120.00)
|
Mál nr. SK070024
|
601100-2150 Dagverðanes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lögð er fram mæling á skógarsvæði sbr. bókun 04. mars 2008, einnig bréf frá formanni skipulags- og bygginganefndar til Skógrækt ríkisins dags 10. október 2008, einnig bréf Skógræktar ríkisins dags. 23.október 2008 og afrit af bréfi frá Landslögum Lögfræðistofu dags. 30. október 2008 til Skipulags og bygginganefndar Skorradalshrepps.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi af Dagverðarnesi á landi ætlað til skógræktar neðan vegar, verði áfram skógrækt að hluta í skipulagi, vísað er til tillögu nefndarinnar á skissu dags. 10.11.2008 Bent skal á að skógræktarsvæði getur ekki talist til opinni svæða í frístundabyggð eða undir byggingareiti, einnig vill nefndin að leyfð verði breytt nýting á þjónustuvæði til frístundabyggðar svo og svæðið vestan skógræktar,
Einnig skal bent á að allt svæðið austan merkja við Hvamm að Stöðulgili neðan vegar verði skilgreind frístundasvæði að undanskildu skógræktarsvæðinu sbr. vinnu tillögu að aðalskipulagi Skorradalshrepps.
3.
|
Dagverðarnes 133952, Svæðisskipulag.
|
(00.0120.00)
|
Mál nr. SK080059
|
Lögð fram tillaga að svæðisskipulagsbreytingu á uppdrætti dags. 26.mars 2008 gert af OG Arkitektastofu.
Nefndin tekur jákvætt í að breyta svæðisskipulagi til samræmis við aðalskipulagsbreytingu, einnig skal bent á að allt svæðið austan merkja við Hvamm að Stöðulgili neðan vegar verði skilgreind frístundasvæði að undanskildu skógræktarsvæði sbr. tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Einnig skal tekið fram að breyting nr. 2 svæðisskipulagsuppdrætti verður ekki leyfð.
4.
|
Dagverðarnes 133952, Deiliskipulag
|
(00.0120.00)
|
Mál nr. sk080060
|
601100-2150 Dagverðanes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lagður er fram uppdráttur móttekin 3. júní 2008 gerðir af OG arkitektum.
Samræmist ekki tillögu af breytingu á aðalskipulagi, sjá svæðis og aðalskipulag erindi nr. 070024 og 080059.
Samræmi verður að vera á milli aðal- og deiliskipulagsuppdráttar og gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna skógareyðingar frístundabyggðar.
Byggingarl.umsókn
5.
|
Fitjahlíð 109, Frístundahús
|
(16.0010.90)
|
Mál nr. SK080056
|
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri á steyptum sökkli með kjallara að hluta með einhallandi þakformi og palli við þrjár hliðar hússins teikningar dags. 10.10.2008 og unnar af Marvin Ívarssyni hjá Teiknir ehf. á lóðinni nr. 109 við Fitjahlíð í landi Fitja. meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 15. október 2008.
Stærðir kjallara 32,0 ferm. 1. hæð 119,7 ferm. samtals 151,7 ferm., 475,4 rúmm.
Frestað samræmis ekki deiliskipulagi sem er til samþykktar á svæðinu m.a. með tilliti til stærðar og þakforms.
6.
|
Hvammsskógur 34, Frístundahús
|
(28.0103.40)
|
Mál nr. SK08044
|
Umsókn um að reisa frístundahús á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að efri hæð verði úr timbri á steyptum kjallara á steyptum sökklum. samkv. uppdr. gerðum af ARKI teiknistofu., dags. 01. 10. 2008. Gert er ráð fyrir innbyggðu bátaskýli á neðri hæð. Lagðir eru inn nýir uppdrættir með breytinga dagsetningu 03.11.2008.
Frestað lagfæra uppdrætti. m.a. pottur út fyrir byggingareit og ekki gerð grein fyrir rotþró.
Framkvæmdarleyfi
7.
|
Horn-134035, Umsókn um námaleyfi
|
Mál nr. SK080061
|
490506-1600 Indriðastaðir ehf, Sunnuflöt 28, 210 Garðabær
Lagt fram bréf frá Logos lögmannsþjónustu dags. 18. ágúst 2008.
Frestað þar sem svæðisskipulagsbreytingu er ekki lokið.
8.
|
Indriðastaðir 134056, Virkjun borholu vegna neysluvatns við jarðamörk Indriðastaða og Mófellsstaða.
|
(00.0300.00)
|
Mál nr. SK080048
|
490506-1600 Indriðastaðir ehf, Sunnuflöt 28, 210 Garðabær
Lagt er fram bréf frá Indriðastöðum ehf dags. 07.júlí 2008 einnig frá Logos lögmannsþjónustu dags. 22. ágúst 2008 og bréf frá skipulags og byggingafulltrúa dags. 29. september 2008. Einnig er lögð fram greinagerð Ísor dags. 27. júni 2008 um tillögu að vatnsverndarsvæði.
Frestað, þar til að lagfærð gögn berast sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2008. Skipulags og byggingafulltrúa falið að upplýsa Ísor um samþykkta landnotkun á svæðinu og fá lagfærða greinagerð um vatnsverndarsvæði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 01:40