23 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Ár 2008, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20:30 var haldinn 23. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Indriðastaðir (00.0000.00) Mál nr.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skálalækjar.
Tillagan felst í því, að byggingarreitur á lóð nr. 6 við Skálalækjarás er stækkaður til suðurs, samkv. uppdráttum gerðum af Landlínum ehf., dags. 18. 07. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með,að heimiluð verði grenndarkynning samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við skálalækjarás nr. 5 6, 8, 10 og landeiganda. Einnig skal lagfæra uppdrátt samkv. atugasemdum skipulags- og byggingarfulltrúa
Byggingarleyfisumsóknir
6. Refsholt 24 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa frístundahús úr timbri á steyptum sökklum, samkv. uppdr. gerðum af Hagtækni tækniþjónustu, dags. 08. 08. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykk,t að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 22:45