45 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps
45. fundur

laugardaginn 2. desember 2017 kl. 17:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson Formaður og Sæmundur Víglundsson Embættismaður.

Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Hvammsskógur 11, byggingarmál – Mál nr. 1609005

Sótt er um að stækka núverandi byggingu um 36,0 m2, (byggt yfir þaksvalir að hluta)

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

2

Vatnsendahlíð 191, bygg.mál – Mál nr. 1711005

Sótt er um að byggja frístundarhús ásamt geymslu alls, hús 87,8 m2 og geymsla 15,4 m2 eða alls 103,2 m2.

Byggingaráformum er hafnað þar sem ætlað byggingarmagn er umfram heimildir í deiliskipulagi. Einnig er hámarksstærð geymslu skv. deiliskipulagi 10,0 m2

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið