18 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps
18. fundur
Laugardaginn 9. mars 2013 kl. 13,00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson Formaður og Sæmundur Víglundsson Embættismaður. Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Indriðastaðir 16, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. BF040086

Sótt er um byggingarleyfi, skv. teikningum frá Víðsjá efh, Jón L. Sgiurbjörnsson, kt. 190556-3959, fyrir viðbyggingu sem tengir saman sumarhús við gesthús-og geymslu. Auk þess er sótt um að byggja 9,6 m2 geymslu.

Byggingaráformin vegna viðbyggingar eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Byggingaráformum vegna geymslu er hafnað, hæð byggingar, smáhýsis, er ekki í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012, gr. 2.3.5. Auk þess að þá verða ekki heimilaðar fleiri byggingar á lóðinni fyrr en að uppfylltum skilyrðum er varða fjölda húsa á lóð.

2

Indriðastaðir 4, umsókn um bygg.gestahúss – Mál nr. 1303001

Fyrirspurn um heimild til að byggja gestahús skv. tölvupósti dags. 11.02.2013, frá Halldóri Guðmundssyni, kt. 1405482439, Auk þess rissteikning sem sýnir afstöðu gestahússins á lóðinni.

Fyrirspurninni vísað til skipulags- og byggingarnefndar þar sem skv. deiliskipulagsbreytingu, grendarkynningu, á lóðinni Indriðastaðir 4 frá 1999 er heimilt að byggja alls 85,0 m2 á lóðinni þar með talin geymsla. Því byggingarmagni er nú þegar náð.

Stöðuleyfi

3

Bakkot, stöðuleyfi fyrir geymsluskúr. – Mál nr. 1104004

Skógrækt ríkisins, kt. 590269-3959 sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir, 16,0 m2, geymsluskúr í landi Bakkakots. Áður veitt stöðuleyfi rann út 12. apríl 2012.

Stöðuleyfi er samþykkt til eins ár, n.t.t. til 14.apríl 2014. Greiða skal stöðuleyfisgjald fyrir tvö ár.

Fleira gerðist ekki.