5.janúar 2011 – Umhverfisnefnd

Skorradalshreppur

Umhverfisnefnd Skorradalshrepps

1. fundur

Miðvikudaginn 5. janúar 2011 kl. 20:00, hélt umhverfisnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og S. Fjóla Benediktsdóttir.

Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir, ritari.

Guðrún J. Guðmundsdóttir setti fund sem aldursforseti.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Kosning formanns og ritara. – Mál nr. 1101011

Guðrún stakk upp á Huldu Guðmundsdóttur sem formanni og S. Fjóla Benediktsdóttir sem ritara.

Samþykkt samhljóða.
Hulda tók við stjórn fundarins.

2

Önnur útgáfa staðardagskrá 21 – Mál nr. 1101012

Önnur útgáfa staðardagskrár 21 hefur ekki hlotið endanlega samþykkt á hreppsnefndarfundi, en hefur verið á vef hreppsins sem „drög“. Farið yfir „drög“ að annarri útgáfu st21 og hún uppfærð miðað við stöðuna í dag.

Samþykkt að leggja aðra útgáfua af st21 fyrir hreppsnefndarfund.

3

Fundartími nefndarinnar. – Mál nr. 1101013

Hulda lagði til að umhverfisnefnd fundi reglulega fyrsta mánudag annan hvern mánuð, næst 7. mars, til að nefndin geti fylgt eftir stefnumörkun ask og St21. Fundir og dagskrá skráðir í „atburðadagatal“ á vef hreppsins.

Samþykkt

4

Samráðsfundur formanna sumarhúsafélaganna og hreppsnefndar. – Mál nr. 1101010

Samþykkt að ítreka við hreppsnefnd mikilvægi þess að samráðsfundir formanna sumarhúsafélaga og hreppsnefndar verði árlega og að þeir verði haldnir fyrir 20. apríl.

5

Heildsteypt vöktun sbr. aðalskipulagstillögu. – Mál nr. 1101014

Í aðalskipulagi er áhersla á að unnin verði heildsteypt vöktunaráætlun yfir þá umhverfisþætti sem ætla má að geti verið mengunarvaldar. Tímasetja þarf slíkar rannsóknir, hvaða þætti eigi að mæla/skoða og hver beri ábyrgð á að rannsóknir og eftirlit fari fram.Hulda leggur til að umhverfisnefndin óski eftir fundi með Heilbrigðseftirliti Vesturlands og UST til að fara yfir áherslur.

Samþykkt.

6

Skorradalsvatn – Mál nr. 1101015

Samþykkt að leitað verði enn frekara samstarfs við OR um rannsóknir sbr. tillögur í skýrslunni „Áhrif vatnsmiðlunar á vatnalífríki Skorradalshrepps“.

7

Almannavarnir í Skorradal – Mál nr. 1101016

Í 3.5. kf. Brunavarnaáætlunar segir; „Nauðsynlegt er í framtíðinni að unnin verði áætlun um rýmingu frístundabyggða á svæðinu. Stefnt skal að gerð áætlunar í samráði við lögreglu, fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og sveitarstjórna á svæðinu,“ Samþykkt að leggja til við Huldu, sem fulltrúa hreppsins í ABD, að hún beiti sér fyrir því að haldinverði almannavarnaæfing m.t.t. gróðurelda í Skorradalshreppi

8

Menningarminjar í Skorradal – Mál nr. 1101017

Rætt hvernig megi „styðja við skráningu og vernd menningarsögulegra verðmæta“ sbr. meginmarkmið hreppsnefndar í ask og framfylgja stefnu um „að semja skuli við fagaðila um skráningu fornleifa og menningarminja […] og að almennt skuli fornleifaskráningu fyrir hreppin allan vera lokið árið 2015“ (s. 72 í ask) Samþykkt að leitað verði tilboða hjá fagaðilum fornleifaskráningar.

Huldu falið að leita tilboða sem síðan verða lögð fyrir hreppsnefnd.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

21:51.