11.nóvember 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 11. nóvember 2008 kl:21.00. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram 27. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dagsett 10. nóvember 2008. Fundargerðin samþykkt án athugasemda.
2. Lögð fram deiliskipulagsbreyting í Hvammsskógum neðri um breytingu á byggingarreitum Hvammskóga 25 og 27. Skipulagsfulltrúa heimilað að gera grenndarkynningu.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá oddvita til Vegamálastjóra er varðar fjárveitingu til landsvegar milli tengivegar 508 og Uxahryggjarvegar 52.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá oddvita og formanni veiðifélags Skorradalsvatns til Orkuveitu Reykjavíkur er varðar úttekt á mögulegum úrbótum í útfalli Skorradalsvatns.
5. Skipulags- og byggingamál rædd.
6. Launamál nefndar- og sveitastjórnarmanna rædd og í framhaldinu lögðu Hulda og Guðrún fram nýja tillögu. Samþykkt.
7. Lesið bréf frá Landgræðslunni dagsett 7. nóvember 2008 er varðar landbrot við Hornsá. Oddvita falið að svara bréfinu.
8. Lögð fram tillaga að byggðamerki fyrir Skorradalshrepp. Samþykkt að vinna að tillögu nr. 4.
9. Hulda sagði frá fundi með umhverfisráðherra er varðar friðlýsingu í Vatnshorni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23:24