11. febrúar 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 11. febrúar 2009 kl:16.30. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram fundargerð nr. 29 skipulags- og byggingarnefndar dagsett 9. febrúar 2009. Fundargerðin samþykkt.
2. Lögð fram lokatillaga frá Þorvaldi Óttari Guðlaugssyni, að byggðamerki fyrir Skorradalshrepp. Hún samþykkt og Huldu falið að ganga frá byggðamerkinu til Einkaleyfastofu. Samþykkt að veita honum 75.000 kr. í þakklætisvott fyrir framlagið.
3. Lögð fram drög af rekstrarsamningi Skorradalshrepps við Snorrastofu. Samþykkt að samþykkja rekstrarsamning frá og með árinu 2008.
4. Lagt fram til kynningar svar frá fjárlaganefnd Alþingis vegna gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda í Skorradal hefur veitt Skorradalshrepp 1. m.kr. í styrk til verkefnisins.
5. Lagt fram tilboð frá Loftmynd ehf. vegna myndkorta af Skorradalshrepp. Samþykkt að taka tilboðinu og gera við þá samstarfssamning, oddvita falið að ganga frá málinu.
6. Tekið fyrir aftur erindi frá Borgarbyggð dagsett 16. desember 2008 þar sem boðin er fram þjónusta framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Samþykkt að fela oddvita að ganga til viðræðna við Borgarbyggð um skipulags- og byggingarmál í Skorradalshreppi.