Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 7. apríl 2009 kl:21.30. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson kom inn sem varamaður fyrir Huldu Guðmundsdóttur.
1. Fundargerð nr. 30 Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps, dags 10. mars 2009. Lögð fram fundargerð nr. 30. Fundargerðin samþykkt.
2. Byggingafulltrúi. Lagðar fram tillögur um ráðningu byggingafulltrúa. Oddvita falið að vinna málið áfram.
3. Skipulagsfulltrúi.Lagðar fram tillögur um ráðningu skipulagsfulltrúa, m.a. tillaga frá Borgarbyggð um þjónustusamning. Oddvita falið að vinna málið áfram.
4. Erindi frá Umf. Íslending, blakdeild. Samþykkt að styrkja um 30.000 kr.
5. Fundargerð nr.31 Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps, dags 7. apríl 2009. Lögð fram fundargerð nr. 31. Fundargerðin samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:00.00