Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 14. ágúst 2009 kl:16.00 að Grund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson mætti í stað Fjólu Benediktsdóttir, aðalmanns.
Pétur Davíðsson ritaði fundargerð.
1. Lögð fram til seinni umræðu gjaldskrá fyrir sorphreinsun og eyðingu. Gjaldskráin samþykkt.
2. Skipun í verkefnastjórn vegna svæðisáætlunar sóttvarnarlæknis. Jón Friðrik Snorrason skipaður aðalmaður og Finnbogi Gunnlaugsson og Tryggvi Valur Sæmundsson sem varamenn.
3. Ósk um styrk vegna endurprentunar Borgarfjarðarkorts (göngukort). Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 25.000,-
4. Fulltrúi á aðalfund SSV. Davíð Pétursson, oddviti kosinn fulltrúi og Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti til vara.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:17.20