9. sept 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 9. september 2009 kl:21.00 að Grund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson mætti í stað Fjólu Benediktsdóttir, aðalmanns.

Pétur Davíðsson ritaði fundargerð.
1. Lögð fram fundargerð 37. fundar skipulags- og bygginganefndar, dags 2. september s.l. Afgreiðslu liðar nr. 5 er frestað til næsta fundar. Varðandi lið nr. 8 er afgreiðslu frestað en hreppsnefnd heimilar þó skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna. Hreppsnefnd tekur lið nr. 8 aftur fyrir eftir kynningu annaðhvort til samþykktar eða höfnunar. Aðrir liðir fundargerðirnar eru samþykktir.
2. Embætti skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Farið yfir stöðu mála, oddvita falið að vinna að því áfram.
3. Bréf frá Gunnlaugi St. Gíslasyni, dagsett 5. september s.l. Beiðni um styrk vegna verkefnisins „Húsin í sókninni“. Ákveðið að styrkja verkefnið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23.20