10 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 22. júní 2010 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Kosning í nefndir og fleira samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skorradalshrepps. – Mál nr. 1006021

Kosning í undirnefndir og aðrar nefndir. Eftirfarandi tilnefningar komu fram.

Til eins árs.
Kjörstjórn við alþingiskosningar.
Aðalmenn:
Davíð Pétursson
Fjóla Benediksdóttir
Hulda Guðmundsdóttir
Varamenn:
Jón Eiríkur Einarsson
Bjarni Vilmundarsson
Svava Halldórsdóttir
Til fjögurra ára:
Skipulags- og bygginganefnd.
Aðalmenn:
Jón Eiríkur Einarsson
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Varamenn:
Hulda Guðmundsdóttir
Tryggvi Sæmundsson
Þórður Vilmundarson
Aðalskipulagsnefnd.
Pétur Davíðsson
Jón Eiríkur Einarsson
Hulda Guðmundsdóttir
Fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar
Fjóla Benediktsdóttir
Pétur Davíðsson, varamaður
Fulltrúar í Almannavarnarnefnd Borgarfjarðar og Dala
Hulda Guðmundsdóttir
Jón Friðrik Snorrason varamaður
Tryggvi Sæmundsson varamaður
Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar
Aðalmenn:
Davíð Pétursson
Fjóla Benediktsdóttir
Hulda Guðmundsdóttir
Varamenn:
Jón Eiríkur Einarsson
Bjarni Vilmundarson
Svava Halldórsdóttir
Umhverfisnefnd
Aðalmenn:
Hulda Guðmundsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Fjóla Benediktsdóttir
Varamaður:
Pétur Davíðsson
Fulltrúi í félagsmálanefnd Borgarbyggðar
Hulda Guðmundsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir varamaður
Hússtjórn Brúnar
Pétur Davíðsson
Fjóla Benediktsdóttir varamaður
Skoðunarmenn hreppsreiknings
Aðalmenn:
Árdís Dögg Orradóttir
Jón Pétur Líndal
Varamenn:
Tryggvi Sæmundsson
Þórður Vilmundarson

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5
Pétur Davíðsson
Fjóla Benediktsdóttir varamaður
Fulltrúaráð FVA
Helena Guttormsdóttir
Fjóla Benediktsdóttir varamaður
Svæðiskipulagsnefnd
Aðalmenn:
Pétur Davíðsson
Jón Eiríkur Einarsson
Varamenn:
Davíð Pétursson
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipualagsfulltrúi
Fulltrúi á landsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga
Davíð Pétursson
Fjóla Benediktsdóttir varamaður
Fulltrúi vegna endurskoðunnar á fjallskilareglugerð
Jón Eiríkur Einarsson
Davíð Pétursson varamaður
Sameiginlegur fulltrúi Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar í stjórn Snorrastofu ses.
Tilnefning: Davíð Pétursson
Hreppsnefnd samþykkir þessar tilnefningar.

2

Styrkbeiðni frá Grunnskóla Borgarfjarðar -Hvanneyri – Mál nr. 1006022

Erindi frá deildarstjóra Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri. Óskað er eftir stuðningi til að kaupa ákveðið námsgagn.

Samþykkt að kaupa umbeðinn hlut og færa skólanum í haust.
Fjóla vék af fundi við afgreiðslu þessa.

3

Erindi vegna Is Nord tónlistarhátíðinar. – Mál nr. 1006045

Óskað er eftir fjárstyrk til IS Nordtónlistarhátíðarinnar 2010.

Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 15.000,-

4

Beiðni um styrk. – Mál nr. 1006046

Erindi frá Kristínu Jónsdóttur, Hálsum. Óskað er eftir styrk til að halda ljósmyndasýningu á verkum hennar á Indriðastöðum, síðar í sumar.

Samþykkt að veita kr. 30.000,- í styrk.

5

Uppsögn húsaleigusamings vegna Birkimóa 3 – Mál nr. 1004022

Uppsögn Finnboga Gunnlaugssonar á húsaleigusamningi vegna Birkimóa 3, dagsett 30. apríl s.l.

Uppsögnin lögð fram, þar er áæltað leigutaki að verði farinn 1. ágúst n.k. 6 mánaða uppsagnarfrestur er og verður skoðað með með uppgjör á því ef húsið leigist ekki.

6

Hraðatakmarkanir í Skorradal – Mál nr. 1005013

Tillaga frá Vegagerðinni í Borgarnesi um hraðatakmarkanir í Skorradal.

Samþykkt er eftirfarandi umsögn:
Kortið nær ekki niður fyrir húsin í Birkimóa, en þar er lagt til að á 200 metra kafla verði hraðinn 70 km/klst. Aðrar hraðatakmarkanir studdar, nema í gegn um frístundabyggð í Fitjahlíð, þar verði hraðinn 30 km/klst.

7

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010 – Mál nr. 1006023

Boð á aðalfund HEV 2010, sem haldinn verður þann 23. júní n.k.

Samþykkt að fela Fjólu Benediktsdóttur, varaoddvita að fara sem fulltrúa Skorradalshrepps.

Skipulagsmál

8

Dagverðarnes 19, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1006017

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, hækkun á byggingamagni lóðarinnar.

Hreppsnefnd samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögubreytinguna.

9

Efnistaka í Kaldá – Mál nr. SK090031

Sigurður Pétursson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Vatnsenda og Mófellsstaða. Skipulagsnefnd og bygginganefnd mælir með því að leyfið verði veitt.

Samþykkt að veita Sigurði Péturssyni, framkvæmdaleyfi fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulagsfulltrúa heimilað að gefa út framkvæmdarleyfið. Framkvæmdarleyfisgjald ákveðið kr. 40.000,-

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:30.