7 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 14. apríl 2010 kl. 21:00, hélt Hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Vegna sérkennslunemenda úr Skorradalshreppi sem stunda nám í Grunnskóla Borgarfjarðar. – Mál nr. 0912002

Lagt fyrir að nýju beiðni vegna sérkennslunemendur. Fylgir nú með rökstuðningur fyrir beiðninni ásamt nýjum útreikningum.

Samþykkt að senda fyrirspurn til fræðslustjóra Borgarbyggðar er varðar sérkennslunemenda. Afgreiðslu frestað.

2

Greiðslur til sveitarfélaga vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 og komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010 – Mál nr. 1003020

Lagt fram bréf dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu um uppgjör vegna þjóðaratkvæðagreiðlsunnar 6. mars s.l. og komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí n.k.

Bréfið kynnt og samþykkt að skipa formann kjörstjórnar sem tengilið sveitarfélagsins við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið.

3

Útboð í sorpmálum – Mál nr. 1003015

Oddvita falið að segja upp núgildandi samning við Gámuþjónustu Vesturlands þar sem hreppurinn tekur þátt í sorpútboði með nágrannasveitarfélögum.

4

Umhverfisnefnd Alþingis. 425., 426. og 427. mál til umsagnar. – Mál nr. 1003018

Framlögð drög skipulags- og bygginganefndar að umsögnum við fyrrgreind mál nr. 425 og 426. Einnig lögð fram drög Huldu Guðmundsdóttir við mál nr. 427.

Oddvita falið að ganga frá umsögnunum og senda Umhverfisnefnd Alþingis.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

5

Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar. – Mál nr. 1003029

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2010, er varðar úrskurð Umhverfisráðherra um synjun aðalskipulagsstillögu.

Efnið bréfsins kynnt.

6

Húsafriðunarnefnd, styrkúthlutun 2010 – Mál nr. 1003028

Lagt fram svar Húsafriðunarnefndar um uppmælingu og teiknun húsa í Skorradal.

Bréfið kynnt.

7

Endurgreiðsla VSK vegna kaupa á slökkvibifreiðum. – Mál nr. 1003027

Lagt fram uppgjör Samband íslenskra sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á VSK vegna kaupa á slökkvibíl.

Bréfið kynnt.

8

Dagur umhverfisins 2010 – viðburðir og viðurkenningar. – Mál nr. 1003023

Lagt fram bréf umhverfisráðherra frá 2. mars s.l.

Bréfið kynnt.

Fundargerðir til staðfestingar

9

Fundargerð 44. fundar skipulags- og bygginganefndar – Mál nr. 1004001

Lögð fram fundargerð 44. fundar

Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.

Fundargerðir til kynningar

10

Fundargerð nr. 772 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1003021

Lögð fram fundargerð nr. 772.

Fundargerðin kynnt.

Skipulagsmál

11

Endurnýjun á hitaveitulögn – Mál nr. 1003033

Björgvin Helgason fh. Orkuveitu Reykjavíkur sækir um framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á hituveitulögn um 1,2 km með Dragarvegi 520.

Samþykkt að veita leyfi með þeim fyrirvara að athugasemdir byggingarnefndar séu uppfylltar. Framkvæmdarleyfisgjaldið ákveðið 200.000 kr.-

12

Vatnsendahlíð 186, deiliskipulagsbreyting 8. áfangi – Mál nr. SK100007

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Samþykkt að heimila auglýsingu og jafnframt að kynna næstu nágrönnum fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu.

13

Frístundabyggð í Hálsaskógi, Skorradal IV. áfangi – Mál nr. 1003032

Ósk um breytingu á skilmálum fyrir lóðina Refsholt 45.

Hreppsnefnd heimilar grenndarkynningu.

Önnur mál

14

Innheimtuþjónusta. – Mál nr. 1003024

Lagt fram bréf Momentum og Gjaldheimtunar um innheimtuþjónustu.

Bréfin kynnt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:22.