Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 14. apríl 2010 kl. 21:00, hélt Hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Vegna sérkennslunemenda úr Skorradalshreppi sem stunda nám í Grunnskóla Borgarfjarðar. – Mál nr. 0912002
| |
Lagt fyrir að nýju beiðni vegna sérkennslunemendur. Fylgir nú með rökstuðningur fyrir beiðninni ásamt nýjum útreikningum.
| ||
Samþykkt að senda fyrirspurn til fræðslustjóra Borgarbyggðar er varðar sérkennslunemenda. Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
2
|
Greiðslur til sveitarfélaga vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 og komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010 – Mál nr. 1003020
| |
Lagt fram bréf dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu um uppgjör vegna þjóðaratkvæðagreiðlsunnar 6. mars s.l. og komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí n.k.
| ||
Bréfið kynnt og samþykkt að skipa formann kjörstjórnar sem tengilið sveitarfélagsins við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið.
| ||
|
||
3
|
Útboð í sorpmálum – Mál nr. 1003015
| |
Oddvita falið að segja upp núgildandi samning við Gámuþjónustu Vesturlands þar sem hreppurinn tekur þátt í sorpútboði með nágrannasveitarfélögum.
| ||
|
||
4
|
Umhverfisnefnd Alþingis. 425., 426. og 427. mál til umsagnar. – Mál nr. 1003018
| |
Framlögð drög skipulags- og bygginganefndar að umsögnum við fyrrgreind mál nr. 425 og 426. Einnig lögð fram drög Huldu Guðmundsdóttir við mál nr. 427.
| ||
Oddvita falið að ganga frá umsögnunum og senda Umhverfisnefnd Alþingis.
| ||
|
||
Almenn erindi – umsagnir og vísanir
| ||
5
|
Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar. – Mál nr. 1003029
| |
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2010, er varðar úrskurð Umhverfisráðherra um synjun aðalskipulagsstillögu.
| ||
Efnið bréfsins kynnt.
| ||
|
||
6
|
Húsafriðunarnefnd, styrkúthlutun 2010 – Mál nr. 1003028
| |
Lagt fram svar Húsafriðunarnefndar um uppmælingu og teiknun húsa í Skorradal.
| ||
Bréfið kynnt.
| ||
|
||
7
|
Endurgreiðsla VSK vegna kaupa á slökkvibifreiðum. – Mál nr. 1003027
| |
Lagt fram uppgjör Samband íslenskra sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á VSK vegna kaupa á slökkvibíl.
| ||
Bréfið kynnt.
| ||
|
||
8
|
Dagur umhverfisins 2010 – viðburðir og viðurkenningar. – Mál nr. 1003023
| |
Lagt fram bréf umhverfisráðherra frá 2. mars s.l.
| ||
Bréfið kynnt.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
9
|
Fundargerð 44. fundar skipulags- og bygginganefndar – Mál nr. 1004001
| |
Lögð fram fundargerð 44. fundar
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
10
|
Fundargerð nr. 772 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1003021
| |
Lögð fram fundargerð nr. 772.
| ||
Fundargerðin kynnt.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
11
|
Endurnýjun á hitaveitulögn – Mál nr. 1003033
| |
Björgvin Helgason fh. Orkuveitu Reykjavíkur sækir um framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á hituveitulögn um 1,2 km með Dragarvegi 520.
| ||
Samþykkt að veita leyfi með þeim fyrirvara að athugasemdir byggingarnefndar séu uppfylltar. Framkvæmdarleyfisgjaldið ákveðið 200.000 kr.-
| ||
|
||
12
|
Vatnsendahlíð 186, deiliskipulagsbreyting 8. áfangi – Mál nr. SK100007
| |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu
| ||
Samþykkt að heimila auglýsingu og jafnframt að kynna næstu nágrönnum fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu.
| ||
|
||
13
|
Frístundabyggð í Hálsaskógi, Skorradal IV. áfangi – Mál nr. 1003032
| |
Ósk um breytingu á skilmálum fyrir lóðina Refsholt 45.
| ||
Hreppsnefnd heimilar grenndarkynningu.
| ||
|
||
Önnur mál
| ||
14
|
Innheimtuþjónusta. – Mál nr. 1003024
| |
Lagt fram bréf Momentum og Gjaldheimtunar um innheimtuþjónustu.
| ||
Bréfin kynnt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:22.