6 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Miðvikudaginn 10. mars 2010 kl. 21:40, hélt Hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Jón E. Einarsson mætti í forföllum Guðrúnar Guðmundsdóttur
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Umsókn um styrk – Mál nr. 1003011

Ásgerður Ólafsdóttir, skólastjóri, f.h. Nemendafélagsins GBF sækir um styrk vegna væntanlegrar skíðaferðar unglingastigs skólans.

Samþykkt að veita 10.000 kr.

2

Þjónustusamningur um vistun barns hjá dagforeldri – Mál nr. 1003010

Lagður fram þjónustusamningur vegna niðurgreiðslu á dagsvistun Reynis Skorra.

Jón Einarsson og Fjóla Benediktsdóttir véku af fundi. Samþykkt að greiða eftir flokki 1.

3

Þjónustusamningur um vistun barns hjá dagforeldri – Mál nr. 1003008

Lagður fram þjónustusamningur vegna niðurgreiðslu á dagsvistun Hlyns Blæs.

Samþykkt að greiða eftir flokki 1.

4

Staðfesting fundargerðar Skipulags- og byggingarnefnda – Mál nr. 1003005

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags 1. mars s.l.

Bréfið kynnt.

5

Erindi frá SSV vegna sameiningar sveitarfélaga – Mál nr. 1003003

Lagt fram bréf SSV frá 10. febrúar s.l. um ósk um skipun fulltrúa Skorradalshrepps í starfshóp til að meta sameiningarkosti á Vesturlandi

Samþykkt að skipa Davíð Pétursson sem aðalmann og Fjólu Benediktsdóttur varamann.

6

Sorpurðun Vesturlands hf. – Aðalfundur 2010 – Mál nr. 1003002

Lagt fram aðalfundarboð hjá Sorpurðun Vesturlands ásamt fylgigögnum.

Oddviti fer á fundinn.

7

Endurnýjun menningarsamnings – Mál nr. 1002010

Lögð fram drög að endurnýjuðum menningarsamningi á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi við menntamála- og menninga- og iðnaðarráðuneytin.

Lagt fram og Hrefnu B. Jónsdóttur falið að skrifa undir menningarsamninginn fyrir hönd Skorradalshrepps.

8

Orlofsnefnd húsmæðra Mýr/Borg vegna 2010 – Mál nr. 1002009

Lagt fram bréf frá Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um stuðning fyrir árið 2010

Samþykkt að veita 7000 kr. styrk, en beiðnin byggð á lögum um orlofsnefndir.

9

Ósk um styrk á árinu 2010 – Mál nr. 1003012

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Íslending, dags 10. mars 2010. Óskað er eftir styrk vegna starfssemi á árinu 2010

Styrkbeiðninni er vísað til endurskoðunnar á fjárhagsáætlun 2010.

10

Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. – Mál nr. 1003014

Ef sá málaflokkur flyst til sveitarfélaganna verður að tryggja að nægt fjármagn fylgi málaflokknum.

11

Boð um aðstoð sjálfsboðaliða til sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög. – Mál nr. 1003006

Lagður fram tölvupóstur frá SEEDS.

Huldu falið að ræða við þessa aðila. Málinu frestað.

12

Útboð í sorpmálum – Mál nr. 1003015

Lagður fram tölvupóstur frá Jökli Helgasyni, forstöðumanni framkvæmdasviðs Borgarbyggðar um boð að vera með í sameiginlegu útboði Borgarbyggðar, Akranesskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Stefnt að auglýsingu útboðsins í lok mars.

Samþykkt að taka þátt í útboðinu. Stefnt skuli að tveggja flokka kerfi fyrir íbúðarhús, en annars svipuðu kerfi líkt og er í dag. Pétri Davíðssyni falið að vinna málið áfram.

13

Reglur um niðurgreiðslu daggjalda vegna dagvistunar á einkaheimilum. – Mál nr. 1003016

Lagðar fram endurskoðaðar reglur og gjaldskrá að niðurgreiðslum daggjalda.

Reglurnar samþykktar og jafnframt falla úr gildi reglur er voru samþykktar 13. september 2006

14

Þriggja ára fjárhagsáætlun 2011-2013 – Mál nr. 1002004

Lögð fram til seinni umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun 2011-2013

Áætlunin samþykkt.

15

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2010 – Mál nr. 1003017

Lagt fram aðalfundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Hreppsnefnd samþykkir að Davíð Pétursson, oddviti fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 26. mars n.k.

16

Umhverfisnefnd Alþingis. 425., 426. og 427. mál til umsagnar. – Mál nr. 1003018

Umhverfisnefnd Alþingis sendir til umsagnar eftirtalin mál:

Frumvarp til skipulagslaga, 425. mál

Frumvarp til laga um mannvirki, 426. mál

Frumvarp til laga um brunavarnir, 427. mál.

Samþykkt að óska eftir að skipulags- og bygginganefnd geri drög að umsögn vegna frumvarpa að skipulagslögum og laga um mannvirki. Hulda Guðmundsdóttir gerir drög að umsögn um frumvarp að lögum um brunavarnir.
Málinu frestað.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

17

Áætlanir um úthlutanir framlaga Jöfnunarsjóðs á árinu 2010 – Mál nr. 1003004

Lagt fram kynningar áætlun Jöfnunarsjóðs um úthlutun framlaga á árinu 2010.

18

Kynning skipulagstillögu – Mál nr. 1003001

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. febrúar s.l. um kynningu skipulagsstillögu með fullnægjandi hætti.

Bréfið kynnt.

19

Uppgjör 2009 – Mál nr. 1002018

Lagt fram uppgjör vegna ársins 2009 við Borgarbyggð vegna leikskólans, Félagsheimilins Brúnar, slökkviliðsmála og tónlistarskólans.

Lagt fram.

20

Fornleifasjóður – Mál nr. 1002017

Lögð fram til kynningar umsókn til Fornleifasjóðs um styrk til fornleifarskráningar í Skorradal.

Lagt fram.

Fundargerðir til staðfestingar

21

Fundargerð 43. fundar skipulags- og bygginganefndar – Mál nr. 1003009

Lögð fram fundargerð 43. fundar skipulags- og bygginganefndar, dagsett 8. mars s.l.

Allir liðir fundargerðarinnar eru samþykktir.

Fundargerðir til kynningar

22

Fundur nr. 72 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1002021

Fundargerð fundar nr. 72 hjá Faxaflóahöfnum. Fundargerðin lögð fram.

Lögð fram til kynningar

23

Fundargerð nr. 37 hjá Menningarráði Vesturlands. – Mál nr. 1002011

Lögð fram 37. fundargerð Menningarráðs Vesturlands

Fundargerðin kynnt.

24

Fundur nr. 71 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1002007

Fundargerð fundar nr. 71 hjá Faxaflóahöfnum. Fundargerð lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

25

Fundur nr. 73 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1003013

Fundargerð fundar nr. 73 hjá Faxaflóahöfnum. Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundargerðin lögð fram.

Skipulagsmál

26

Deiliskipulag Indriðastaðir 1-4 – Mál nr. SK100011

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Indriðastaðir 1-4. Sjá afgreiðslu Skipulags- og bygginganefnar, fund nr. 43, liður 1.

Hreppsnefnd tekur jákvætt í tillöguna og vísar tillögunni áfram til vinnslu hjá skipulagsfulltrúa.

27

Málsmeðferð vegna niðurfellingu á svæðiskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 – Mál nr. 0903001

Lögð voru fram eftirtalin gögn:

1. Bréf sveitarstjóra Borgarbyggðar, frá í febrúar 2009

2. Minnisblað Péturs Davíðssonar, formanns Aðalskipulagsnefndar Skorradalshrepps og Sigurjóns Einarssonar verkefnisstjóra skipulagsmála í Borgarbyggð, dagsett 30. mars 2009.

3. Drög að reglum fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar.

4. Minnispunktar af fundi Jökuls Helgassonar(Borgarbyggð), Pétur Davíðssonar (Skorradalshreppi) og Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttir (Skorradalshreppi) þann 15. febrúar s.l.

5. Bréf Borgarbyggðar frá í febrúar s.l. um skipan í samvinnunefnd.

6. Drög að greinargerð vegna niðurfellingar.

Hreppsnefnd samþykkir að hefja málsmeðferð að niðurfellingu svæðaskipulags sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar, enda sé gætt að þeim atriðum sem koma fram í minnisblaðinu 30. mars 2009.
Hreppsnefnd samþykkir að fulltrúar Skorradalshrepps í samvinnunefndinni verði Jón E. Einarsson, formaður skipulags- og bygginganefndar Skorradalshrepps og Pétur Davíðsson, formaður aðalskipulagsnefndar Skorradalshrepps. Varafulltrúar verði Davíð Pétursson, oddviti og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps mun einnig sitja fundi væntanlegrar samvinnunefndar, sem embættismaður Skorradalshrepps.
Oddvita falið að óska eftir í samráði við Borgarbyggð að Skipulagsstofnun skipi sinn fulltrúa í samvinnunefndina.

Önnur mál

28

Bráðabirgðauppgjör 2009 – Mál nr. 1002023

Lagt fram til kynningar bráðabirgðauppgjör Húsfélagsins Hvanneyrargötu.

Lagt fram.

29

Húsfélagið Hvanneyrargötu 3, uppgjör 2009 – Mál nr. 1002020

Lagt fram uppgjör vegna ársins 2009.

Lagt fram.

30

Samkomulag um greiðslu á styrk. – Mál nr. 1001020

Lagt fram undirritað samkomulag við Umhverfisráðuneytið um greiðslu á fjárlögum Alþingis 2010 um gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda í Skorradal.

Hreppsnefnd samþykkir samkomulagið.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:50.