Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir. 
Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn erindi 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Önnur útgáfa staðardagskrá 21     –     Mál nr. 1101012 
 | |
| 
 Lögð fram endurskoðuð 2. útgáfa af Staðardagskrá 21. 
 | ||
| 
 Farið var yfir Staðardagskrána og afgreiðslu frestað. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Gögn frá Slökkviliði Borgarbyggðar, starfsárið 2010     –     Mál nr. 1101021 
 | |
| 
 Lögð fram skýrsla frá Bjarna Þorsteinssyni slökkviliðsstjóra. 
 | ||
| 
 Skýrslan kynnt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Varðandi minkasíur     –     Mál nr. 1101020 
 | |
| 
 Lagt fram erindi frá Vaski á Bakka ehf. 
 | ||
| 
 Erindinu hafnað. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Endurnýjun menningarsamnings     –     Mál nr. 1102006 
 | |
| 
 Lagður fram nýr menningarsamningur á milli sveitarfélaganna og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. 
 | ||
| 
 Samningurinn samþykktur. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Sameiginlegur fundur Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps     –     Mál nr. 1101019 
 | |
| 
 Farið yfir drög að samkomulagi í framhaldi af fundi sveitarfélaganna þann 4. febrúar s.l. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að koma athugsemdum á framfæri og hann tilnefndur sem fulltrúi hreppsins í samstarfsnefnd.  
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Kosning endurskoðanda.     –     Mál nr. 1012015 
 | |
| 
 Oddviti sagði frá viðræðum við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar 
 | ||
| 
 Samþykkt að semja við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar um endurskoðun fyrir 2010. GJG sat hjá við afgreiðslu. Samþykkt er að fá þá á næsta hreppsnefndarfund til skrafs og ráðagerða. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Hreppsnefnd    –     Mál nr. 1101003F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð hreppsnefndar dagsett 4.febrúar 2011 
 | ||
| 
 Samþykkt án athugasemda. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Gjaldskrá fyrir sorphirðu     –     Mál nr. 1102009 
 | |
| 
 Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps     –     Mál nr. 1102001 
 | |
| 
 Lögð fram gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.  
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Skorradalshreppi     –     Mál nr. 1102002 
 | |
| 
 Drögin lögð fram og þau send til umhverfisráðuneytisins til endanlegrar afgreiðslu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn     –     Mál nr. 1102008 
 | |
| 
 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í mars og apríl 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 12   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 55     –     Mál nr. 1101004F 
 | |
| 
 Lögð fram 55. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðunum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 13   
 | 
 Umhverfisnefnd – 1     –     Mál nr. 1102001F 
 | |
| 
 Lögð fram 1.fundargerð umhverfisnefndar. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar 
 | ||
| 
 14   
 | 
 Fundur með Veðurstofu Íslands vegna verkefni um gróðurelda.     –     Mál nr. 1102007 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 11. febrúar s.l. 
 | ||
| 
 KHG sagði frá fundinum með Veðurstofu Íslands. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 15   
 | 
 Málsmeðferð vegna niðurfellingar á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017     –     Mál nr. 0903001 
 | |
| 
 Lagðar fram fundargerðir svæðisskipulagsnefndar. Einnig kemur fram að engar athugasemdir bárust við auglýsingu á niðfellingu skipulagsins. 
 | ||
| 
 Samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
00:55.
