29 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Mánudaginn 4. júlí 2011 kl. 17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Hreppsnefnd – 27 – Mál nr. 1106003F

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar 18.apríl 2011.

2

Hreppsnefnd – 28 – Mál nr. 1106006F

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar 29.júní 2011.

3

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Samþykkt að fela Fjólu að sjá um skjalamál sveitarfélagsins og undirbúa fundi.

4

Stjórnsýsluendurskoðun 2010 – Mál nr. 1011028

Stjórnsýsluendurskoðun lögð fram og hún samþykkt með þeim athugasemdum sem þar eru gerðar og brugðist hefur verið þeim og aðrar eru í vinnslu.

5

Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs. – Mál nr. 1107001

Oddviti til eins árs Davíð Pétursson, varaoddviti til eins árs Fjóla Benediktsdóttir.

6

Tilkynning um aðilaskipti samkvæmt 10. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 – Mál nr. 1010011

Áframhald á máli, samþykkt að fela byggingafulltrúa að vinna málið.

7

Dagur íslenskrar náttúru 16.september 2011 – Mál nr. 1106021

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu um að tileinka 16.september ár hvert íslenskri náttúru.

8

Innheimta 2011 og uppgjör 2010 greiðsluáætlun 2011 – Mál nr. 1106020

Lagt fram bréf frá Húsfélaginu Hvanneyrargötu um innheimtu 2011 og uppgjör fyrir árið 2010 ásamt greiðsluáætlun 2011.

9

Beiðni um sérkennslutíma. – Mál nr. 1103023

Samþykkt að verða við beiðninni.

10

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Oddviti fór yfir málin og samþykkt var að vinna í málinu áfram.

11

Fundur nr. 84 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1104014

Fundargerðin lögð fram.

12

Fundur nr. 87 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1106001

Fundargerðin kynnt. Samþykkt að færa eignarhlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum sem eign í bókhaldi sveitarfélagsins miðað við 31.desember sl.

13

Aðalskráning fornleifa í Skorradal – Mál nr. 1103022

Samþykkt er leitað verði eftir tilboðum frá fleirum aðilum og möguleika á styrkjum til verkefnisins. KHG falið að vinna málið.

Skipulagsmál

14

Deiliskipulagsbreytingar – Mál nr. 1106008

Erindi frá byggingar- og skipulagsnefnd er varðar deiliskipulagsbreytingar. Óskað er eftir því að sveitarfélagið marki sér stefnu í þessum málaflokki.

Hreppsnefnd felur skipulags- og byggingarnefnd að gera skilmálabreytingar á þeim svæðum sem hún telur þörf sé á að breyta. Að öðru leyti verði deiliskipulagsbreytingar grenndarkynntar eða auglýstar miðað við umfang.

15

Refsholt 57, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1009005

Samþykkt að leyfa deiliskipulagsbreytingu við Refsholt 57.

16

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Lögð fram tillaga er varðar sameiningu lóðarinnar Dynhvammur 5 við lóðina Hvammsskógar 43. Frekari gögn hafa borist sem gefa vísbendingu um uppbyggingu á lóðinni. Jafnframt frekari athugasemdir nágranna við viðbótargögn, bréf dags.4. apríl 2011.

Borist hefur kvörtun frá nágranna sem telur sig ekki hafa fengið að gera fullnægjandi athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Hreppsnefnd gefur viðkomandi tækifæri til að senda inn frekari athugasemdir fyrir næsta skipulags- og byggingarnefndarfund og vísar erindinu aftur til nefndarinnar.

Önnur mál

17

Öryggi á sundstöðum – Mál nr. 1106015

Erindið lagt fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

19:30.