Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007
| |
Lögð fram greinargerð starfshóps um öryggisvörslu í Skorradalshreppi.
| ||
KHG gerði grein fyrir vinnunni í starfshópnum. Miklar umræður urðu um málið og hreppsnefnd tekur jákvætt í verkið. Ákveðið var að senda sumarhúsafélögunum tilboð um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í öryggisbúnaðinum í samræmi við umræður fundarins. Oddvita falið að senda formönnum sumarhúsafélaganna tilboð og gögn sem tengjast málinu.
| ||
|
||
2
|
Styrkir til gæðaverkefna árið 2011 – Mál nr. 1112006
| |
Oddvita falið að sækja um styrk til gæðaverkefna.
| ||
|
||
3
|
Um skerðingu á jöfnunarframlagi tekjuhárra sveitarfélaga – Mál nr. 1111025
| |
Oddviti sagði frá stöðu mála og mun senda inn skrifleg mótmæli.
| ||
|
||
4
|
Snorraverkefni 2012 – Mál nr. 1111020
| |
Ósk um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012
| ||
Erindinu hafnað.
| ||
|
||
5
|
Öryggi barna hjá dagforeldrum – Mál nr. 1111018
| |
Erindið tekið fyrir.
| ||
|
||
6
|
Dreifibréf til sveitarfélaga v.5.tl bráðarbirgðaákvæðis laga nr.123/2010 – Mál nr. 1111016
| |
Vísað til skipulagsfulltrúa.
| ||
|
||
7
|
Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum. – Mál nr. 1112005
| |
Erindið tekið fyrir.
| ||
|
||
8
|
Pakkhúsið í Vatnshorni – Mál nr. 1112008
| |
Lagt fram erindi frá K.Huldu Guðmundsdóttur f.h. félagsins Vinir pakkhúsins. Óskað er eftir að hreppurinn leggi fram andvirði styrks húsafriðunarnefndar.
| ||
Erindið samþykkt.
| ||
|
||
9
|
Erindi frá HeV vegna fjárhagsáætlunar 2012 – Mál nr. 1112002
| |
Erindið lagt fram.
| ||
|
||
10
|
Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012 – Mál nr. 1111014
| |
Lagt fram erindi frá Stígamótum varðandi fjárbeiðni fyrir árið 2012.
| ||
Erindinu hafnað
| ||
|
||
11
|
Steinunnararfur 1/2 jörðin Hagi í Skorradal – Mál nr. 1109043
| |
Erindið lagt fram og oddviti hefur svarað því.
| ||
|
||
12
|
Ungmennafélagið Íslendingur 100 ára – Mál nr. 1112001
| |
Samþykkt að gefa Ungmennafélaginu Íslendingi 100.000 krónur í tilefni afmælisins.
| ||
|
||
13
|
Fjárhagsáætlun 2012 – Mál nr. 1111007
| |
Fjárhagsáætlun 2012 lögð fram til seinni umræðu en afgreiðslu frestað vegna óvissu um afgreiðslu framlaga Jöfnunarsjóðs sbr. lið nr.3.
Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda árið 2012 verði fyrir A-stofn 0,48% og fyrir B- og C-stofn 1.32%.
Ástæða hækkunar A-stofns er gerð í ljósi boðaðra skerðingar á framlagi Jöfnunarsjóðs.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
14
|
Hreppsnefnd – 35 – Mál nr. 1111005F
| |
Lögð fram til kynningar.
| ||
|
||
15
|
Fundur nr. 92 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1111017
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
16
|
Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049
| |
Lögð fram greinargerð Skúla Lýðssonar um stöðu skipulags- og byggingarembættisins. Einnig lögð fram greinagerð SSV um skipulagsmál.
| ||
Oddvita falið að ræða við skipulags- og byggingafulltrúa um tímabundna framlengingu og vinna áfram í samstarfsmálum embættisins.
| ||
|
||
17
|
Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 – Mál nr. 1012025
| |
Lögð fram greinargerð sveitarstjórnar sem fara á í umhverfisskýrslu aðalskipulags Skorradalshrepps.
| ||
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:30.