36 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007

Lögð fram greinargerð starfshóps um öryggisvörslu í Skorradalshreppi.

KHG gerði grein fyrir vinnunni í starfshópnum. Miklar umræður urðu um málið og hreppsnefnd tekur jákvætt í verkið. Ákveðið var að senda sumarhúsafélögunum tilboð um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í öryggisbúnaðinum í samræmi við umræður fundarins. Oddvita falið að senda formönnum sumarhúsafélaganna tilboð og gögn sem tengjast málinu.

2

Styrkir til gæðaverkefna árið 2011 – Mál nr. 1112006

Oddvita falið að sækja um styrk til gæðaverkefna.

3

Um skerðingu á jöfnunarframlagi tekjuhárra sveitarfélaga – Mál nr. 1111025

Oddviti sagði frá stöðu mála og mun senda inn skrifleg mótmæli.

4

Snorraverkefni 2012 – Mál nr. 1111020

Ósk um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012

Erindinu hafnað.

5

Öryggi barna hjá dagforeldrum – Mál nr. 1111018

Erindið tekið fyrir.

6

Dreifibréf til sveitarfélaga v.5.tl bráðarbirgðaákvæðis laga nr.123/2010 – Mál nr. 1111016

Vísað til skipulagsfulltrúa.

7

Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum. – Mál nr. 1112005

Erindið tekið fyrir.

8

Pakkhúsið í Vatnshorni – Mál nr. 1112008

Lagt fram erindi frá K.Huldu Guðmundsdóttur f.h. félagsins Vinir pakkhúsins. Óskað er eftir að hreppurinn leggi fram andvirði styrks húsafriðunarnefndar.

Erindið samþykkt.

9

Erindi frá HeV vegna fjárhagsáætlunar 2012 – Mál nr. 1112002

Erindið lagt fram.

10

Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012 – Mál nr. 1111014

Lagt fram erindi frá Stígamótum varðandi fjárbeiðni fyrir árið 2012.

Erindinu hafnað

11

Steinunnararfur 1/2 jörðin Hagi í Skorradal – Mál nr. 1109043

Erindið lagt fram og oddviti hefur svarað því.

12

Ungmennafélagið Íslendingur 100 ára – Mál nr. 1112001

Samþykkt að gefa Ungmennafélaginu Íslendingi 100.000 krónur í tilefni afmælisins.

13

Fjárhagsáætlun 2012 – Mál nr. 1111007

Fjárhagsáætlun 2012 lögð fram til seinni umræðu en afgreiðslu frestað vegna óvissu um afgreiðslu framlaga Jöfnunarsjóðs sbr. lið nr.3.
Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda árið 2012 verði fyrir A-stofn 0,48% og fyrir B- og C-stofn 1.32%.
Ástæða hækkunar A-stofns er gerð í ljósi boðaðra skerðingar á framlagi Jöfnunarsjóðs.

Fundargerðir til kynningar

14

Hreppsnefnd – 35 – Mál nr. 1111005F

Lögð fram til kynningar.

15

Fundur nr. 92 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1111017

Lögð fram.

Skipulagsmál

16

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Lögð fram greinargerð Skúla Lýðssonar um stöðu skipulags- og byggingarembættisins. Einnig lögð fram greinagerð SSV um skipulagsmál.

Oddvita falið að ræða við skipulags- og byggingafulltrúa um tímabundna framlengingu og vinna áfram í samstarfsmálum embættisins.

17

Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 – Mál nr. 1012025

Lögð fram greinargerð sveitarstjórnar sem fara á í umhverfisskýrslu aðalskipulags Skorradalshrepps.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:30.