40 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 19. mars 2012 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Lagður fram samningur við T.S.V. sf. um útvistun byggingamála embættis Skipulags- og byggingafulltrúa í Skorradalshreppi. Samningurinn samþykktur. Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2

XXVI.landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1202029

Lögð fram dagskrá fundarins sem verður 23. mars nk.

3

Boðun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. – Mál nr. 1203003

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Oddvita falið að fara með umboð eignarhluta sveitarfélagsins á fundinum.

4

Kosning endurskoðenda. – Mál nr. 1202027

Samþykkt með 2 atkvæðum að semja við Jón Þór Hallsson hjá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. um endurskoðun fyrir árið 2011. PD og GJG sátu hjá.

5

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

GJG og KHG vilja ítreka það að fundarboð og gögn berist hreppsnefndarmönnum í síðasta lagi tveim sólahringum fyrir fund.

6

Hreppsrétt – Mál nr. 1203008

Oddvita og GJG falið að vinna að málinu áfram.

Fundargerðir til kynningar

7

Hreppsnefnd – 38 – Mál nr. 1202002F

Lögð fram.

8

Hreppsnefnd – 39 – Mál nr. 1203001F

Lögð fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:10.