Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 21:15, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson. 
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Jón Eiríkur Einarsson kom inn á fundinn í fjarveru Guðrúnu J. Guðmundsdóttur.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn erindi 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa.     –     Mál nr. 1006049 
 | |
| 
 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir byggingar-og skipulagsfulltrúi hefur lokið störfum sínum hjá sveitarfélaginu. Málin voru rædd og oddvita falið að ráða í stað hennar. PD og JEE er falið að vera nýjum manni/mönnum innan handar.  
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu     –     Mál nr. 1112007 
 | |
| 
 Oddvita falið að koma tilboðinu til formanna sumarhúsafélaganna fyrir 15.mars og til að vinna málið áfram munu KHG og DP hafa umsjón með því. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
23:40
