38 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 22. febrúar 2012 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Jón E. Einarsson mætti í forföllum K.Huldu Guðmundsdóttur.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Oddviti fór yfir stöðu mála og oddvita falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

2

Forkaupsréttur að eignarhluta í Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1202003

Forkaupsréttur á eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum sf.

Staðfest fyrri ákvörðun sveitastjórnar sem gerð var á símafundi 14.febrúar sl. þar sem samþykkt var að nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins sem er 0,0016%.

3

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Oddvita falið að kanna möguleika á að ráða starfsmann í hálft starf í vinnu hjá sveitarfélaginu.

4

Vinnuskýrslur hreppsnefndarfulltrúa júl-des 2011 – Mál nr. 1112009

Lagðar fram vinnuskýrslur.

5

Kosning endurskoðenda. – Mál nr. 1202027

Kosning endurskoðanda frestað en oddvita og varaoddvita falið að ræða við endurskoðendaskrifstofuna Álit ehf. vegna reiknings vegna endurskoðun ársins 2010.

6

393.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar – Mál nr. 1202019

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál.

Skorradalshreppur mótmælir þeirri stefnu sem höfð er í samgönguáætlun 2011-2022 og tekur undir mótmæli SSV.

7

392.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. – Mál nr. 1202018

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir

til umsagnar frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál.

Skorradalshreppur mótmælir þeirri stefnu sem höfð er í fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014 og tekur undir mótmæli SSV.

8

440. mál velferðarnefndar til umsagnar – Mál nr. 1202017

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál.

Lagt fram.

9

Mál nr. 343 umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. – Mál nr. 1202015

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343. mál.

KHG falið að fara yfir málið og gera athugasemd ef þörf er á.

10

319. mál velferðarnefndar til umsagnar – Mál nr. 1202025

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um faglega úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi, 319. mál.

Lagt fram.

11

342.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar – Mál nr. 1202014

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2022, 342. mál.

KHG falið að fara yfir málið og gera athugasemd ef þörf er á.

12

290. mál frá velferðarnefnd til umsagnar. – Mál nr. 1202024

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl.), 290. mál.

Lagt fram.

13

Umsögn á 50.máli velferðarnefndar – Mál nr. 1202011

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 50. mál.

Lagt fram

14

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða – Mál nr. 1202006

Erindi frá þingmönnum Hreyfingarinnar.

Lagt fram

15

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélagnna 26.-27.apríl 2012 – Mál nr. 1202013

Lagt fram

16

Ársskýrsla FVA 2011 – Mál nr. 1202012

Lögð fram.

17

Kirkjuþing 2011 – Mál nr. 1202010

Lögð fram ályktun frá Kirkjuþingi 2011 þar sem hvatt er til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi.

18

Atvinnuátakið vinnandi vegur – Mál nr. 1202009

Oddvita falið að kanna hvort að sveitarfélagið geti tekið þátt í þessu átaki.

19

Viðhaldslýsing fyrir götulýsingu og breytt eignarhald – Mál nr. 1201015

Erindi frá Rarik.

Málinu frestað.

20

Fitjahlíð 51. – Mál nr. 1202002

Lagt fram afrit af bréfi frá fulltrúa eiganda að sumarhúsi Fitjahlíð 51 sem sent var til skipulags-og byggingarfulltrúa.

21

Bréf frá Menningarráði Vesturlands ásamt ársreikning 2011 – Mál nr. 1202004

Lagt fram

22

Umsókn um styrk í skólahreysti 2012 – Mál nr. 1201014

Hafnað.

23

Skýrsla Verkís um endurheimt Katanestjarnar – Mál nr. 1201012

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.

Lögð fram

24

Um skerðingu á jöfnunarframlagi tekjuhárra sveitarfélaga – Mál nr. 1111025

Oddviti kynnti frá fundinum sem hann og PD fóru á í Innanríkisráðuneytinu og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í framhaldi af skerðingu á framlagi úr jöfnunarsjóði samþykkir sveitastjórn að breyta álagningarhlutfalli fasteignagjalda 2012 af A-stofn verði 0,55% og fyrir B- og C-stofn 1,65%.

25

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011 – Mál nr. 1202020

Lagt fram

26

Aðgangur að örnefnum af sveitarfélaginu. – Mál nr. 1202023

Landmælingar Íslands óska eftir aðgang að örnefnum sveitarfélagsins hjá Sigurgeir S. Skúlasyni landfræðing.

Þegar gögn eru klár verður Landmælingum heimilt að nota grunninn.

27

Erindi frá UMSB – Mál nr. 1112013

Stjórn UMSB óskar eftir fundi með sveitastjórn Skorradalshrepps til að ræða mögulegt framtíðar samstarf um veitingu verðlauna íþróttamanns Borgarfjarðar.

Oddvita og varaoddvita falið að ræða við stjórn UMSB.

28

Almenningssamgöngur á Vesturlandi – Mál nr. 1202026

Lagt fram bréf frá SSV, þar sem er óskað eftir tilnefningu í vinnuhóp um almenningssamgöngur á Vesturlandi.

Oddviti tilnefndur í vinnuhóp og varaoddviti til vara.

Fundargerðir til staðfestingar

29

Fundir nr. 4, 5 og 6 í endurskoðun fjallskilareglugerð – Mál nr. 1202022

Lagðar fram fundargerðir nr. 4, 5 og 6 í sameiginlegri nefnd Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps um endurskoðun fjallskilareglugerðar á svæðinu.

Fundargerðirnar staðfestar.

30

Skipulags- og byggingarnefnd – 63 – Mál nr. 1202001F

Fundargerðin samþykkt í liðunum tveimur.

Fundargerðir til kynningar

31

Fundargerð 793. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1202016

Lögð fram

32

Fundargerðir Menningarráðs nr. 59, 60, 61, 62 og 63 – Mál nr. 1202005

Lagðar fram

33

Fundur nr. 94 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1201010

Fundargerð lögð fram.

34

Hreppsnefnd – 37 – Mál nr. 1201002F

Lögð fram til staðfestingar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:10.