Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Almenn mál
| ||
1
|
Búnaður skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1208005
| |
Samþykkt að kaupa búnaðinn fyrir skipulags- og byggingafulltrúa sem saman stendur af Microstation teikniforrit
| ||
|
||
2
|
Ársreikningur 2011 – Mál nr. 1207005
| |
Ársreikningur lagður fram til kynningar og ræddur. Greinagerð unnin til endurskoðanda vegna ábendinga og athugsemda frá fyrra ári.
| ||
Oddviti kemur greinagerðinni til endurskoðenda.
| ||
|
||
3
|
Hreppsrétt – Mál nr. 1203008
| |
Lagt fram erindi frá JEE varðandi kostnaðinn við gerð Hreppsréttar í sveitarfélaginu.
| ||
Afgreitt í tölvupósti.
| ||
|
||
4
|
Ársreikningur 2011 – Mál nr. 1203006
| |
Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna sf. 2011 og greinagerð hafnarstjóra vegna ársreiknings 2011.
| ||
|
||
5
|
Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa – Mál nr. 1208004
| |
Staða málsins
| ||
Samþykkt að framlengja samningana við skipulags- og byggingafulltrúa til áramóta.
| ||
|
||
6
|
Þjónustusamningur um vistun barns hjá dagforeldri – Mál nr. 1209003
| |
Lagður fram þjónustusamningur um vistun barns.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
7
|
Frá fjárlaganefnd Alþingis – Mál nr. 1206014
| |
Lagt fram erindi frá fjárlaganefnd Alþingis um breyta áherslu við fjárlagagerð.
| ||
Oddvita falið að óska eftir fundi við fjárlaganefnd í sambandi vegna jöfnunarsjóðsframlaga til grunnskóla.
| ||
|
||
8
|
Umsókn í styrkvegasjóð – Mál nr. 1111006
| |
Veggerðin hefur veitt styrk að upphæð 1.milljón króna vegna framkvæmda við vegin Bakkakot, Vatnshorn.
| ||
Samþykkt að taka við styrknum.
| ||
|
||
9
|
Ósk um lögheimilisflutning – Mál nr. 1209005
| |
Samþykkt að verða við beiðninni um lögheimilisflutning.
| ||
|
||
10
|
Bókun um aukafund. – Mál nr. 1209008
| |
GJG, KHG og SFB óska eftirfarandi bókunar í upphafi fundar 20. september 2012:
Í 14. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir. „Skylda til að halda fundi. […] Aukafundi skal halda þegar oddviti eða framkvæmdastjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur sveitarstjórnarfulltrúa óskar þess.“ Ennfremur segir í 15. gr. um boðun og auglýsingu funda: „Fundarboð vegna aukafunda skal berast sveitarstjórnarmönnum svo fljótt sem auðið er og ekki síðar en sólarhring fyrir fund. Aukafund skal boða ekki síðar en tveimur virkum dögum eftir að ósk þar um barst þeim er boða skal fund. Nánari fyrirmæli um boðun funda er unnt að setja í samþykkt um stjórn sveitarfélags. Samkvæmt samþykktum okkar 707/2000 í 7. gr. segir: „Hreppsnefnd heldur reglulega fundi einu sinni í hverjum mánuði annan miðvikudag hvers mánaðar. […] Aukafundi skal halda í hreppsnefnd eftir því sem þörf krefur að mati oddvita og skylt er að halda aukafund í hreppsnefnd ef a.m.k. þriðjungur hreppsnefndarmanna krefst þess, enda geri þeir grein fyrir ástæðum og fundarefni.“ Með skriflegu erindi 29. ágúst s.l. fórum við fram á að haldinn yrði aukafundur til að fjalla m.a. um oddvitakjör og til að vinna sameiginlega greinargerð um framkvæmd og stöðu úrbóta sem unnið hafi verið að á yfirstandandi og fyrra ári, vegna ábendinga sem gerðar voru í endur-skoðunarskýrslu ársins 2010, en 27. ágúst s.l. barst ósk um það frá endurskoðendum að sveitarstjórn geri þeim sameiginlega grein“ fyrir stöðu mála. Með fylgdu ábendingar á 9 bls., m.a. vísanir í fyrri ábendingar endurskoðenda frá 25. mars 2011 og 26. ágúst 2011. Oddviti varð ekki við kröfu okkar um aukafund og þegar fundarboð/dagskrá þessa fundar barst með tölvupósti kl. 15:50 í gær, kom í ljós að ekkert af þeim málum sem við höfðum óskað eftir að funda aukalega um var sett á dagskrá. Þá er ekki heldur á dagskrá bréf GJG til hreppsnefndar frá 19. ágúst sl. Greinagerð endurskoðenda var þó tekin fyrir undir kynningu fjárhagsáætlunar. Við lýsum óánægju okkar með þá ákvörðun oddvita að hunsa beiðni meirihluta hreppsnefndar um aukafund. Jafnframt lýsum við yfir óánægju okkar með að þau málefni sem þar var óskað að ræða skuli ekki heldur vera á dagskrá þessa fundar. Í því sambandi vísum við til ítrekaðra tilmæla frá endurskoðendum hreppsins um viðbrögð við ábendingum þeirra og fyrirspurnum. Sömuleiðis vísum við til ráðlegginga lögfræðinga Sambands ísl. sveitarfélaga til sveitarstjórna sem sendar voru með tölvupósti 8. júní s.l. þess efnis að ,,láta oddvitakjör fara fram í júní á þessu ári.“ | ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
11
|
Fundur nr.99 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1206017
| |
Lögð fram fundargerð nr.99 hjá Faxaflóahöfnum sf.
| ||
|
||
12
|
Hreppsnefnd – 42 – Mál nr. 1206002F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
13
|
Hreppsnefnd – 43 – Mál nr. 1206003F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
14
|
Að sameina skipulags- og byggingarmál í Skorradalshrepp og Borgarbyggð, e.t.v. með samvinnu við fleiri sveitarfélög – Mál nr. 1106013
| |
PD og FB kynntu hvernig sú vinna gengur en málin hafa lítið þokast áfram og er boltinn hjá Borgarbyggð.
| ||
|
21:00.