46 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Afsögn úr hreppsnefnd – Mál nr. 1209012

Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti segir af sér setu í hreppsnefnd Skorradalshrepps vegna persónlegra ástæðna.

Hreppsnefnd samþykkir erindið. Jón Eiríkur Einarsson (JEE) verður hér eftir aðalmaður í hreppsnefnd. JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2

Ársreikningur 2011 – Mál nr. 1207005

Lagður fram til seinni umræðu.

Ársreikningur samþykktur. KHG lagði fram tillögur að viðbrögðum hreppsnefndar vegna draga að enduskoðunarskýrslu árins 2011. Óskaði hún eftir að þær verði ræddar á næsta fundi hreppsnefndar. Samþykkt.

3

Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014

Lögð fram skýrsla Eflu ehf. um hugsanlega lagningu ljósleiðara í dalnum.

Undir þessum lið mætti Gunnar Röngvaldsson, Dagverðarnesi 72 og Jóakim Reynisson, NOVA símafélaginu. Pétri og Gunnari falið aðvinna málið áfram fyrir næsta fund í samræmi við umræður á fundinum.

4

8.mánaðauppgjör sveitarfélagsins. – Mál nr. 1210001

Lagt fram.

Farið var yfir uppgjörið og stöðu miðað við áætlun.

5

Alþingi óskar eftir umsögn um 89.þingmál – Mál nr. 1209026

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefja umfjöllun um 89. þingmál, vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun)og óskar eftir umsögn um frumvarpið.

6

Eintak af Floru Islandica – Mál nr. 1209013

Hafnað.

7

Erindi frá Þjóðskrá Íslands, vegna Fitjahlíð 73. – Mál nr. 1210003

Óskað er umsagnar vegna endurmats á fasteignamati.

Vísað til byggingafulltrúa. Honum falið að svara erindinu.

8

Fjárhagsáætlun 2013 Menningarráðs Vesturlands. – Mál nr. 1209019

Lögð fram til kynningar.

Lagt fram.

9

Gjaldskrá 2013 v/nemenda í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélaga. – Mál nr. 1209032

Lögð fram

10

Gjaldskrárbreyting í Fíflholtum – Mál nr. 1209015

Tilkynning um gjaldskrárbreytingu í Fiflholtum.

11

openstreetmap – Mál nr. 1209034

Óskað er eftir aðgangi að deiliskipulagi og Aðalskipulagi til að setja kortagögn inn á Openstreetmap.org

Heimilað að afhenda þau gögn sem eru tiltæk.

12

Umsögn um frumvarp til laga um lækningatæki 67.mál – Mál nr. 1209030

Óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lækningatæki 67.mál

Lagt fram.

13

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024, ósk um umsögn – Mál nr. 1209014

Óskað er eftir umsögn um tillögu landsskipulagstefnunnar 2013-2024

Vísað til skipulagsnefndar.

14

Umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda 64.mál. – Mál nr. 1209031

Óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda 64.mál.

Lagt fram.

15

Umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga. – Mál nr. 1209021

Lagt fram.

16

Ungt fólk 1992-2012 Æskulýðsrannsóknir í 20 ár. – Mál nr. 1209022

Lagt fram.

17

Vatnsmál í Birkimóa – Mál nr. 1208002

Lögð fram greinargerð frá Andra Aðalsteinssyni.

Samþykkt.

18

Vinnuskýrlsur PD jan-jun 2012 – Mál nr. 1209024

Lagðar fram Vinnuskýrslur PD jan-jun 2012

19

Vinnuskýrslur Fjólu jan-sept 2012 – Mál nr. 1209023

Lagðar fram

20

Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 – kjörskrá. – Mál nr. 1210002

Lögð fram frá kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október n.k.

Samþykkt að bæta Benoný Halldórssyni á kjörskrá Skorradalshrepps. Kjörskrá samþykkt samhljóða.

Fundargerðir til kynningar

21

Aðalfundur 2012 – Mál nr. 1208008

Lögð fram fundargerð aðalfundar Húsfélagsins Hvanneyrargötu 2012.

22

Fundargerð stjórnarfundar 14.sept 2012 Sorpurðunar Vessturlands. – Mál nr. 1209033

Lögð fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

18:15.