59 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fimmtudaginn 10. október 2013 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Slökkvistarf í Skorradal, 30 mars 2013 – Mál nr. 1309006

Lagt fram erindi Tryggva Vals Sæmundssonar.

Til fundarins mættu Tryggvi Valur Sæmundsson og Kristín Jónsdóttir. Farið yfir erindið. Samþykkt að óska eftir frekari gögnum og oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Málinu frestað.

2

Tillaga að sameiningu sveitarfélaga – Mál nr. 1309007

Lagt fram bréf Akranesskaupstaðar um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna Akranesskaupsstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

Málið lagt fram. Fyrirhugaður er fundur með sveitarstjórum og oddvita sveitarfélaganna til að ræða málin. Hreppsnefnd frestar erindinu fram yfir þann fund.

3

Ný fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. – Mál nr. 1303007

Lagðar fram athugasemdir í tengslum við fyrri umræðu á fjallskilasamþykkt.

Hreppsnefnd samþykkir framkomnar athugasemdir og felur PD að koma þeim til nefndarinnar. Fyrri umræðu frestað þar til nefnd um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta hefur farið yfir athugasemdirnar og komi með endurbætta fjallskilasamþykkt. Málinu frestað. Jón E. Einarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

4

Starfssemi SSV – framtíðarstefna. – Mál nr. 1308004

Lagt fram erindi frá SSV

Oddviti kynnti skýrslu starfshóps um starfsemi SSV. Hreppsnefnd mótfallin hugmyndum sem koma fram í þessari skýrslu um að leggja niður Menningarráð Vesturlands, að öðru leyti styður hreppsnefnd endurskoðun samþykkta SSV.

5

Tilkynning frá Fjárlaganefnd – Mál nr. 1309008

Lögð fram tilkynning frá Fjárlaganefnd Alþingis.

Oddvita falið að fá fund með fjárlaganefnd.

6

Athugasemd við kort með aðalskipulagi Skorradalhrepps – Mál nr. 1309010

Lagt fram bréf landeiganda Horns.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til kynningar en mörk sveitarfélaga og jarða á aðalskipulagskortinu eru ónákvæm og hafa enga lögformlega þýðingu.

7

Ályktanir aðalfundar SSV 2013 – Mál nr. 1309011

Lagðar fram.

8

Landsæfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar – Mál nr. 1309012

Lögð fram tilkynning frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg um væntanlega landsæfingu 12. október n.k. Hún fer fram að hluta innan sveitarfélagsins.

9

Embætti skipulagsfulltrúa. – Mál nr. 1301015

Lögð fram drög að samningi við Landlínur ehf. um útvistun embættis skipulagsfulltrúa.

Oddvita falið að ganga frá samningi.

10

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2013. – Mál nr. 1302009

Lagður fram samningur við Guðna Eðvarðsson um framkvæmdina, dagsettur 10. október 2013

Samningur samþykktur.

Fundargerðir til kynningar

11

Hreppsnefnd – 54 – Mál nr. 1304003F

Lögð fram fundargerð frá 24. apríl s.l.

12

Hreppsnefnd – 55 – Mál nr. 1306001F

Lögð fram fundargerð frá 4. júní s.l.

13

Hreppsnefnd – 56 – Mál nr. 1308001F

Lögð fram fundargerð frá 7. ágúst s.l.

14

Hreppsnefnd – 57 – Mál nr. 1308003F

Lögð fram fundargerð frá 16. ágúst s.l.

15

Hreppsnefnd – 58 – Mál nr. 1309003F

Lögð fram fundargerð frá 17. september s.l.

Skipulagsmál

16

Indriðastaðir 30, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1211004

Byggingarleyfisumsókn gestahúss var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 29, 36, 37, 38, 39 og landeiganda Indriðastaða frá 20. ágúst til 17. september 2013. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis gestahúss fyrir Indriðastaði 30.

Framkvæmdarleyfi

17

Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku – Mál nr. 1208001

Málinu frestað á síðastu fundi hreppsnefndar. Lagt fram minnisblað Skipulagsfulltrúa og nýr tölvupóstur frá landeigendum Horns.

Oddviti fór yfir málið. Oddviti mun ræða við landeiganda næstu daga. Málinu frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:50.