57 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Föstudaginn 16. ágúst 2013 kl. 19:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2012 – Mál nr. 1306004

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins.

Samþykkt að vísa honum til seinni umræðu

Fundargerðir til staðfestingar

2

Skipulags- og byggingarnefnd – 74 – Mál nr. 1305001F

Lögð fram fundargerð 74. fundar Skipulags- og bygginganefndar frá 4. júní s.l.

Fundgerðin samþykkt í 11 liðum.

Framkvæmdarleyfi

3

Fitjar, bakkavarnir í Fitjaá – Mál nr. 1305001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veita framkvæmdarleyfi vegna bakkavarna við Fitjaá.

Hreppsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi til bakkavarna við Fitjaá, þegar framkvæmdarleyfisgjald hefur verið greitt að upphæð kr. 65.000,-.

4

Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Neðri Hreppur – Mál nr. 1304007

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Neðri Hrepps þar sem framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag.

Hreppsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Neðri Hrepps, þegar framkvæmdarleyfisgjald að upphæð kr. 80.000,- hefur verið greitt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

20:05.