65 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 11. febrúar 2014 kl. 22:45, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002

Skoðanakönnun er farinn til 47 íbúa sem eru á kjörskrá þann 6. febrúar s.l. Næstu skref!

Umræða var um næstu skref eftir að skoðanakönnun er farin. Skiladagur er 18. febrúar. Hreppsnefnd ákveður að könnunin verði opnuð 3-4 dögum eftir skiladag á hreppsnefndarfundi. Hrefna Jónsdóttir, framkvæmdarsjóri SSV verður viðstödd opnunina.

Hreppsnefnd ákveður jafnframt að ekki verði tekin afstaða til könnunarinnar fyrr en á hreppsnefnarfundi u.þ.b. viku eftir opnun.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:15.