Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 3. febrúar 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002
| |
Lögð fram samantekt frá KPMG um hugsanlegrar sameiningar við Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit.
| ||
Umræður urðu um skýrsluna og sameingingarmál. Hreppsnefnd ákveður að halda íbúafund, þann 11. febrúar n.k., um þá kosti sem eru boði. Í framhaldi af því ákveðið að efna til skoðanakönnunar á meðal íbúa sveitarfélagsins.
| ||
|
||
2
|
Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. – Mál nr. 1311006
| |
Tillaga um að ráða Harald L. Haraldsson til skoða mál sveitarfélagsins.
| ||
Samþykkt að ráða Harald L. Haraldsson til verksins.
| ||
|
||
3
|
Brunavarnaáætlun Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps fyrir 2014 – 2019 – Mál nr. 1401003
| |
Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem er óskað er eftir athugasemdum við áætlunina.
| ||
Lagðar fram athugasemdir við áætlunina. Þær samþykktar.
| ||
|
||
4
|
Erindi frá stjórn sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð. – Mál nr. 1401004
| |
Lagt fram bréf er varða snjómokstur og hálkuvarnir.
| ||
Oddviti falið að kostnaðagreina verkefnið í samráði við Vegagerðina. Málinu frestað.
| ||
|
||
5
|
Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna. – Mál nr. 1402001
| |
Stefnt að boða fund með formönnum 25. febrúar n.k.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
6
|
Hreppsnefnd – 60 – Mál nr. 1311002F
| |
Lögð fram fundargerð frá 13. nóvember s.l.
| ||
|
||
7
|
Hreppsnefnd – 61 – Mál nr. 1312001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 20. desember s.l.
| ||
|
||
8
|
Hreppsnefnd – 62 – Mál nr. 1402001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 3. janúar s.l.
| ||
|
||
9
|
Hreppsnefnd – 63 – Mál nr. 1402002F
| |
Lögð fram fundargerð frá 8. janúar s.l.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
10
|
Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003
| |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 76. fundi sínum þann 15. nóv. 2013 að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri á lóð Hvammsskóga 43 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynning fór fram 10. des. 2013 og henni lauk 14. jan. 2014. Engar athugasemdir bárust. Lóðarhafi Hvammsskóga 45 áréttaði samþykki sitt svo fremi sem byggingarmagn yrði notað til að loka húsasundi sem er undir þaki hússins að Hvammskógum 43. Lóðarhafi Hvammsskóga 44 áréttaði einnig samþykki sitt.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri á lóð Hvammsskóga 43 og skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
|
||
11
|
Dagverðarnes 17 – Mál nr. 1103002
| |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 76. fundi sínum þann 15. nóv. 2013 að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi, svæði 1, á lóð nr. 17 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynning fór fram 10. des. 2013 og henni lauk 14. jan. 2014. Engar athugasemdir bárust.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi svæði 1 á lóð nr. 17 og skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:05.