76 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
76

Mánudaginn 13. október 2014 kl. 20:45, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Guðrún J. Guðmundsdóttir kom sem varamaður fyrir Fjólu Benediktsdóttur.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Húsnæðismál sveitarfélagsins. – Mál nr. 1407006

Lögð fram drög að samingi við Borgarland ehf.

Samþykkt, oddvita heimilað að skrifa undir nýjan leigusamning.

2

Starfsmannamál – Mál nr. 1409003

Lögð fram drög af auglýsingu fyrir skrifstofustarf.

Oddvita falið að birta auglýsingu.

3

Samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál. – Mál nr. 1409012

Erindi frá UMSB

PD og JEE falið að ræða við UMSB. Málinu frestað.

4

Deiliskipulag svæða. – Mál nr. 1410005

Staðan á eldri byggðum frístundasvæðum.

Rætt um málið. Frestað til næsta fundar.

5

Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. – Mál nr. 1311006

Skýrsla HLH

Lagt fram lokaeintak skýrslunar.

6

Boðun framhaldsaðalfundar SSV. – Mál nr. 1408003

Oddviti sagði frá framhaldsaðalfundi SSV

7

Boðun XXVIII. landþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1407010

Oddviti sagði frá landsþinginu sem fór fram í lok september s.l.

8

Fundur sveitarfélaga á Vesturlandi með alþingismönnum. – Mál nr. 1409013

Oddviti sagði frá fundinum.

9

Ársfundur Úrvinnslusjóðs 2014 – Mál nr. 1409014

Oddviti sagði frá fundinum.

10

Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2014 – Mál nr. 1409015

Oddviti fór yfir ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

11

Fjármálaráðsstefna sveitarfélaga 2014 – Mál nr. 1409016

Oddviti fjallaði um ráðstefnunina sem er nýyfirstaðin.

12

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna. – Mál nr. 1408004

Oddviti fór yfir samráðsfundinn.

13

Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014

Framhald málsins.

Málið rætt, frestað til næsta fundar. PD og JEE falið að afla gagna.

Fundargerðir til staðfestingar

14

Skipulags- og byggingarnefnd – 83 – Mál nr. 1409004F

Lögð fram fundargerð frá 9. október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 11 liðum.

Skipulagsmál

15

Aðalskipulags Skorradalshrepps – Mál nr. 1409002

Staðfesting ráðherra á aðalskipulagi Skorradalshrepp 2010-2022 lág fyrir þann 15. okt. 2013. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, í ljósi ungs aldurs aðalskipulagsins, að ekki verði farið í endurskoðun þess.

Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að tilkynna Skipulagsstofnun um niðurstöðu sína.

16

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila breytingu aðalskipulags sbr.2. mgr. 36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsenefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að senda inn rökstudda tillögu til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar.

17

Hvammsskógur 18 og 20, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1409010

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að heimila breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 íbúðarhúss, gestahúss og bílgeymslu að undangenginni breytingu aðalskipulags og breyting deiliskipulags grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 15, 17, 18, 19 og 22.

Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:45.