Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr.79
Miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Guðrún J. Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Umsókn um styrk frá Umf. Íslendingi. – Mál nr. 1412004
| |
Ulla R. Pedersen formaður og Aðalheiður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi Ungmennafélagsins Íslendings mættu. Ulla fór yfir stöðu mála eftir að Hreppslaug var friðlýst s.l. vor. Lagði fram kostnaðarmat sem er búið að vinna vegna viðgerðar á Hreppslaug. Óskað er eftir framlagi Skorradalshrepps til þessarar viðhaldsframkvæmda.
| ||
Rætt um styrkveitingu. Samþykkt að vísa afgreiðslu styrksins til fjárhagsáæltunar.
| ||
|
||
2
|
Starfsmannamál – Mál nr. 1409003
| |
Oddviti fer yfir stöðu mála.
| ||
Rætt útfærslu ráðningarsamnings. Oddvita falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund.
| ||
|
||
3
|
Vegamál í Skorradal – Mál nr. 1409004
| |
Oddviti fór yfir málið.
| ||
|
||
4
|
Erindi frá landeigendum Fitja. – Mál nr. 1411017
| |
Oddviti sagði frá viðræðum við Vegagerðina.
| ||
Samþykkt verða við erindinu.
| ||
|
||
5
|
Erindi frá stjórn sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð. – Mál nr. 1411018
| |
Oddviti sagði frá viðræðum við Vegagerðina.
| ||
Samþykkt verða við erindinu.
| ||
|
||
6
|
Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 – Mál nr. 1501001
| |
Tilkynning um opin fund á vegum Skipulagsstofnunar.
| ||
Oddviti fer á fundinn.
| ||
|
||
7
|
Opin dagur í Hvanneyrargötu 3 – Mál nr. 1501003
| |
Oddviti fór yfir væntanlegan kynningardag.
| ||
Stefnt að hafa kynningardaginn þann 22. janúar n.k.
| ||
|
||
8
|
Erindi frá Veraldarvinum – Mál nr. 1501004
| |
Lagt fram erindi.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
9
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 86 – Mál nr. 1501001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 13. janúar s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 10. liðum.
| ||
9.1
|
1311002 – Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags
| |
9.2
|
1406004 – Hvammsskógur 28, bygg.mál
| |
9.3
|
1501001 – Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026
| |
9.4
|
1501002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 29
| |
9.5
|
1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál
| |
9.6
|
1501002 – Vatnsendahlíð 177, bygg.mál
| |
9.7
|
1501005 – Dagverðarnes, svæði 5, þinglýstar kvaðir
| |
9.8
|
1501006 – Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting
| |
9.9
|
1501007 – Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting
| |
9.10
|
1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál
| |
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
10
|
113. stjórnarfundur SSV. – Mál nr. 1412010
| |
Lögð fram til kynningar.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
11
|
Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001
| |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 25. nóv til 29. des. 2014 er varðar skiptingu lóðar Lambaás 4 í tvær lóðir. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
|
||
12
|
Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
| |
Á 29. fundi afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar á þeim forsendum að ekki er í gildi deiliskipulag í Fitjahlíð. Um er að ræða umsókn um byggingu 17,4 m2 gestahúss. Fyrir er frístundahús 53,8 fm sbr. upplýsingum FMR. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum 79, 81a, 83, 84 og landeigendum. Lagt er til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum 79, 81a, 83, 84 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
13
|
Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004
| |
Afgreiðslu málsins var frestað á 84. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. nóv. 2014. Ákveðið var að kalla aðila til fundar sem gerðu athugasemd við grenndarkynningu óverulegrar breytingar deiliskipulags. Athugsemdin varðaði hæð frístundahúss. Fundur var haldinn þann 6. janúar 2015 með aðilum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja ekki óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og staðfestir hana hér með.
| ||
|
||
14
|
Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501006
| |
Óskað hefur verið ítrekað eftir skipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa og byggingu kjallara innan skipulagssvæðisins. Samkvæmt skipulagi er hæð frístundahúsa 6 m, mælt frá gólffleti og ekki er leyfður kjallari.Skipulags- og byggingarnefndar leggur til við hreppsnefnd að breyta deiliskipulagi Hvammsskóga er varðar hæð frístundahúsa sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hámarkshæð frístundahúsa með kjallara verði 5,3 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar, en hús án kjallar 6 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar að breyta deiliskipulagi Hvammsskóga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar hæð frístundahúsa. Einnig samþykkir hreppsnefnd að byggingamagn á hverri frístundalóð og fjölda húsa á hverri frístundalóð verði breytt í samræmi við reglur Aðalskipulags Skorradalshrepps um frístundabyggð. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og auglýsa breytingu á deiliskipulagi.
| ||
|
||
15
|
Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501007
| |
Óskað hefur verið ítrekað eftir skipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa og byggingu kjallara innan skipulagssvæðisins. Samkvæmt skipulagi er hæð frístundahúsa 6 m, mælt frá gólffleti og ekki er leyfður kjallari.Skipulags- og byggingarnefndar leggur til við hreppsnefnd að breyta deiliskipulagi Hvammsskóga neðri er varðar hæð frístundahúsa sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hámarkshæð frístundahúsa með kjallara verði 5,3 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar, en hús án kjallar 6 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar að breyta deiliskipulagi Hvammsskóga neðri sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar hæð frístundahúsa. Einnig samþykkir hreppsnefnd að byggingamagn á hverri frístundalóð verði breytt í samræmi við reglur Aðalskipulags Skorradalshrepps um frístundabyggð. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og auglýsa breytingu á deiliskipulagi.
| ||
|
||
Önnur mál
| ||
16
|
Málefni hreppsins – Mál nr. 1501008
| |
Guðrún J. Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
„Ég tel athugavert að fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2015 sé ekki lokið en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal það gert fyrir 1. nóvember. Sömuleiðis er óásættanlegt að ekkert ársfjórðungsuppgjör fyrir 2014 hefur enn verið lagt fyrir hreppsnefnd skv. fundargerðum.“ | ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 00:10
.