Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 80
Miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Guðrún J. Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir, starfsmaður skrifstofu.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Starfsmannamál – Mál nr. 1409003
| |
Ráðningarsamningur til samþykktar.
| ||
Samningurinn samþykktur samhljóða.
| ||
|
||
2
|
Almennar styrkbeiðnir /heimildir oddvita – Mál nr. 1503007
| |
Samþykkt að veita oddvita heimild til að samþykkja styrki að upphæð 15.000 kr. Æskilegast er að veittir styrkir snúi að íbúum hreppsins og/eða svæði.
| ||
|
||
3
|
Ósk um styrk – Mál nr. 1502008
| |
MS-félag Íslands óskar eftir styrktarlínu í MeginStoð, blaði MS-félagsins, 1. tbl. 2015.
| ||
Samþykkt kr 3.000.
| ||
|
||
4
|
Erindi frá Rótarýklúbbi Borgarness – Mál nr. 1501010
| |
Lögð fram beiðni um styrk til kaupa á sjálfvirku hjartahnoðtæki
| ||
Samþykkt að veita kr. 25.000 styrk.
| ||
|
||
5
|
Styrkbeiðni til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis í tengslum við hættumat á gróðureldum. – Mál nr. 1411022
| |
Lögð fram styrkumsókn og svarbréf.
| ||
Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
6
|
Greiðslur Skorradalshrepps 2015 v. viðhalds og reksturs fasteigna Brákahlíðar – Mál nr. 1405010
| |
Stjórn Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimli í Borgarnesi óskar eftir framlagi til viðhalds og reksturs fasteigna heimilisins 2015
| ||
Samþykkt að greiða sama einingarverð og greitt var árið 2014.
| ||
|
||
7
|
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands v. greiðslna 2015 – Mál nr. 1501011
| |
Lagt fram.
| ||
|
||
8
|
Boðun XXIX. landsþings sambandsins – Mál nr. 1503001
| |
Fundurinn verður haldinn 17. apríl n.k.
| ||
Lagt fram.
| ||
|
||
9
|
Erindi frá Sorpurðun Vesturlands ehf. – Mál nr. 1502009
| |
Efni: skráning póstnúmera m.t.t. uppruna úrgangs.
| ||
Lagt fram.
| ||
|
||
10
|
Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna. – Mál nr. 1503009
| |
Stefnt að boða fund með formönnum 14. apríl n.k.
| ||
Birgittu falið að boða fundinn.
| ||
|
||
11
|
Grundartangi Þróunarfélag ehf, drög að samþykktum. – Mál nr. 1503008
| |
Oddviti fór yfir málið og kynnti.
| ||
Afgreiðslu frestað, vegna óska um ítarlegri skoðun.
| ||
|
||
12
|
Hafnamál við Faxaflóa – Mál nr. 1501015
| |
Samþykkt að taka þátt í sameiginlegri stefnumótun um hafnamál á Faxaflóa. Oddvita falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
13
|
Kynningarfundur um framkvæmdir Silicor Material – Mál nr. 1503003
| |
Jón sagði frá fundinum sem hann sótti.
| ||
|
||
14
|
Opinn dagur á skrifstofu hreppsins að Hvanneyrargötu 3 – Mál nr. 1501003
| |
Oddviti sagði frá deginum.
| ||
|
||
15
|
Sorpmál – Mál nr. 1411009
| |
Lögð fram yfirlýsing um framlengingu samnings.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir framlengingu samnings.
| ||
|
||
16
|
Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi – Mál nr. 1502016
| |
Aðalfundarboð SSV – fundur haldinn 25.3.2015 kl 14:30
| ||
Oddviti fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
| ||
|
||
17
|
Aðalfundarboð Vesturlandsstofu – Mál nr. 1502015
| |
Aðalfundarboð Vesturlandsstofu – fundur haldinn 25.3.2015 kl 14:00
| ||
Oddviti fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
| ||
|
||
18
|
Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands – Mál nr. 1502014
| |
Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands – fundur haldinn 25.3.2015 kl 12:45
| ||
Oddviti fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
| ||
|
||
19
|
Aðalfundarboð Heilbrigðisnefndar Vesturlands – Mál nr. 1502013
| |
Aðalfundarboð Heilbrigðisnefndar Vesturlands – fundur haldinn 25.3.2015 kl 11:00
| ||
Oddviti fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
| ||
|
||
20
|
Aðalfundarboð Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands – Mál nr. 1502012
| |
Aðalfundarboð Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands – fundur haldinn 25.3.2015 kl 10:00
| ||
Oddviti fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
| ||
|
||
21
|
Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005
| |
Oddviti fór yfir viðræður við fulltrúa Borgarbyggðar.
| ||
Oddviti fór yfir stöðu mála.
| ||
|
||
Almenn mál – umsagnir og vísanir
| ||
22
|
Óskað er umsagnar er varða mál nr: 511, 427, 454, 416, 237,403 og 426 frá nefndum Alþingis. – Mál nr. 1502004
| |
Lagt fram
| ||
|
||
23
|
Til umsagnar – 455. mál frá atvinnuveganefnd Alþingis – Mál nr. 1502005
| |
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.
| ||
|
||
24
|
Til umsagnar – 512. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis – Mál nr. 1502006
| |
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
| ||
|
||
25
|
Óskað er umsagnar er varða mál nr: 416, 503, 338 & 504. – Mál nr. 1502010
| |
Lagt fram
| ||
|
||
26
|
Óskað er umsagnar er varða mál nr: 339 – Mál nr. 1502011
| |
Lagt fram
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
27
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 87 – Mál nr. 1502002F
| |
Lögð fram fundargerð frá 12. febrúar s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðum.
| ||
27.1
|
1502001 – Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8
| |
27.2
|
1501001 – Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026
| |
27.3
|
1502001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 30
| |
27.4
|
1411013 – Vatnsendahlíð 93, bygg.mál
| |
27.5
|
1410001 – Vodafone, Ósland, bygg.mál
| |
27.6
|
1202001 – Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð.
| |
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
28
|
114. stjórnarfundur SSV. – Mál nr. 1503006
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
29
|
Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð. – Mál nr. 1202001
| |
Erindi barst frá Hallgrími Indriðasyni, skipulagsfulltrúa Skógræktar ríkisins, dags. 22. janúar 2015. Óskar hann eftir að skipulagsgjöld verði felld niður vegna deiliskipulagsáætlunar í landi Stóru Drageyrar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skoða verði hvort að megi fara fram breytingar á gjaldskrá.
| ||
Skipulagsfulltrúa falið að endurskoða gjaldskrá og gera tillögu að nýrri. Formanni skipulagsnefndar heimilað að klára málið við Skógrækt ríkisins um skipulagsgjöld.
| ||
|
||
30
|
Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 – Mál nr. 1501001
| |
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til að athugasemdir við landsskipulagsstefnu 2015-2026 yrðu sendar Skipulagsstofnun fyrir 13. feb. 2015. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir athugasemdir skipulags- og byggingarnefndar.
| ||
|
||
Önnur mál
| ||
31
|
Tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands ehf. – Mál nr. 1412013
| |
Lagt fram fyrir fund breytt gjaldskrá urðunarstaðarins í Fíflholtum frá og með 1.1.2015.
| ||
|
||
32
|
Tilkynning frá Landgræðslu ríkisins. – Mál nr. 1503002
| |
Ráðstefna: Lífrænn úrgangur, bætt nýting, minni sóun. Ráðstefnan er haldin í Frægarði í Gunnarsholti 20. mars
| ||
Ekki verður tekið þátt í ráðstefnunni.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:45.