67 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
67.fundur

Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna. – Mál nr. 1402001

Eftirtaldir fulltrúar eru mættir:

Sæmundur Benediksson, Fitjahlíð

Birgir Bjarnason, Vatnsendahlíð

Jón Snæbjörnsson, Dagverðarneshverfi

Ágúst Gunnarsson, Hálsahverfi

Halldór Guðmundsson, Indriðastaðahverfi

Fulltrúi Hvammsskóga boðaði forföll.

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Menn kynntu sig. Síðan var gengið til dagskrár formannafundar.

Rætt var aðeins um rekstur og framtíð sveitarfélagsins Farið yfir brunavarnir og eldhættu í Skorradal. Farið yfir málin eftir brunann í Hvammi í apríl s.l. Rætt um byggingu áhaldahúss við vesturenda dalsins. Áhaldahús er forsenda þess að félögin standi saman að kaupum á dælubúnaði vegna eldvarna. Hulda sagði frá úðunarkerfi inn í Fitjahlíð og væntanlegri framkvæmd þar. Rætt um vegamál í dalnum. Vegurinn frá Dagverðarnesi og inn í Fitjar er afleitur. Á vorin, sumrin og haustin er hann holóttur og drullusvað þegar rignir. Í vetur hefur hann verið ófær vegna hálku. Það er líka áhugavert að ræða vegamálin í tengslum við neyðaráætlun í kringum brunahættu. Rætt um hálkuvarnir á þjóðveginum og kostnað við það. Jón ræddi um vegamál í Dagverðarneshverfi og reglur um helgunarsvæði við vegi í sumarhúsahverfum með tilliti til fellingar trjáa við vegi.

Öryggismál. Rætt almennt um öryggismál og myndavélarnar sem búið er að setja upp og stöðu þeirra mála. PD ræddi um ljósleiðaramál. Samþykkt að vinna að þeim málum áfram. Rætt aðeins um skipulags- og byggingarmál og tengd mál. Sæmundur ræddi um sameiginlega viðburði, skemmtanir o.fl. Menn tóku jákvætt í það, t.d. að hafa „Skorradalsdag“

GJG ræddi um Hreppslaug og óskaði eftir stuðningi og velvild við hana frá félagsmönnum sumarhúsafélaganna.

Að endingu þakkaði oddviti fyrir gagnlegan fund og óskaði mönnum góðrar heimferðar.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Skipulags- og byggingarnefnd – 77 – Mál nr. 1402004F

Lögð fram fundargerð frá því fyrr í dag, 25. febrúar.

Fundargerðin samþykkt í öllum 9. liðum. KHG sat hjá við afgreiðslu liðar nr. 6 og 9 í fundargerðinni.

Fundargerðir til kynningar

3

Hreppsnefnd – 66 – Mál nr. 1402007F

Lögð fram fundargerð frá 24. febrúar s.l.

Skipulagsmál

4

Indriðastaðir-Stráksmýri, deiliskipulag – Mál nr. 1309002

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 76. fundi sínum þann 15. nóv. 2013 við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags Stráksmýrar í landi Indriðastaða og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5

Stóra-Drageyri 5, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. SK080066

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2014 fyrir lóðarhöfum Stóru-Drageyra 3, 4, 6 og landeiganda vegna viðbyggingar við Stóru-Drageyri 5

Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna og vinna málið áfram ef engar athugasemdir berast.

6

Indriðastaðir 4, umsókn um bygg.gestahúss – Mál nr. 1303001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2014 fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 3, 5 og landeiganda vegna byggingar á 35,2 m2 gestahús.

Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna og vinna málið áfram ef engar athugasemdir berast.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:10.