Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 87
Mánudaginn 26. október 2015 kl. 16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Bréf frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis – Mál nr. 1510010
| |
Hreppsnefnd Skorradalshrepps hélt aukafund með Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis. Fyrir hönd íbúasamtakanna mættu; Álfheiður Sverrisdóttir, Borgar Páll Bragason og Sigurður Guðmundsson.
| ||
Á dagskrá var eitt mál, sem var fundur með fulltrúum Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis, en þau höfðu óskað eftir fundi með nefndinni þar sem þau vildu ræða stöðu skólamála á Hvanneyrir, í kjölfar þess að sveitarstjórn Borgarbyggðar ákvað að loka grunnskólanum á Hvanneyri og koma tveim neðstu bekkjum grunnskólans fyrir í leikskólanum. Fulltrúar íbúasamtakana lýstu mikilli óánægju með þessa ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar og ræddu þann möguleika, hvort Skorradalshreppur gæti haft áhrif á þessa ákvörðun Borgarbyggðar. Málin voru rædd frá ýmsum hliðum og ýmsum möguleikum velt upp. Hreppsnefnd Skorradalshrepps tekur undir áhyggjur íbúasamtakana, þar sem þessi ákvörðun Borgarbyggðar hefur líka veruleg áhrif á nemendur úr Skorradal. Fundarmenn voru sammála um að vinna málið áfram, og upplýsti hreppsnefndin að til stæði að halda íbúafund með íbúum Skorradals fljótlega, þar sem framtíðarstaða skólamála í hreppnum verður rædd.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
18:00.