89 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fundur nr. 89

Mánudaginn 23. nóvember 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Erindi frá Landgræðlu ríkisins ,,Bændur græða landið“ – Mál nr. 1511005

Lögð fram beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins ,,Bændur græða landið“ á árinu 2015.

Samþykkt að veita styrkinn.

2

Mál nefnda Alþingis 263. mál – Mál nr. 1511006

Lagt fram

Samþykkt að senda inn athugasemd, oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3

Mál nefnda Alþingis 338. mál – Mál nr. 1511007

Lagt fram

4

Eigendastefna Faxaflóahafna, erindisbréf – Mál nr. 1511009

Lagt fram Erindisbréf frá Reykjavíkurborg varðandi Eignanefnd Faxaflóahafna sf.

Málinu frestað, oddvita falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

5

Stuðningur við Snorraverkefnið 2016 – Mál nr. 1511010

Lagt fram bréf

Ekki hægt að verða við beiðninni.

6

Fundargerð samráðfundar um sorpmál frá 18. sept. s.l. – Mál nr. 1509019

Lagt fram svarbréf Hvalfjarðarsveitar dagsett 29.10.2015

Í ljósi þess hversu vel samstarfið hefur verið og gjaldskrá hefur verið óbreytt frá upphafi samnings, þar sem hún var lækkuð töluvert, samþykkir hreppsnefndin að nýta sér framlengingarákvæði í samningi Íslenska Gámafélagsins hf frá árinu 2010 um sorphirðu í Skorradalshrepp. Samningurinn mun þá gilda til 31.08.2016.

7

Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005

Oddviti fór yfir málið.

Málinu frestað. Oddvita falið að boða sveitarstjórn Borgarbyggðar á fund með sveitarstjórn Skorradalshrepps.

Fundargerðir til staðfestingar

8

Skipulags- og byggingarnefnd – 93 – Mál nr. 1510003F

Lögð fram fundargerð frá 3. nóvember s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.

8.1

1510012 – Ársfundur náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar 2015

8.2

1501007 – Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting

8.3

1501006 – Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting

8.4

1510011 – Mál nefnda Alþingis 225. mál

8.5

1410004 – Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms

9

Skipulags- og byggingarnefnd – 92 – Mál nr. 1509002F

Lögð fram fundargerð frá 6. október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.

9.1

1510003 – Hálsar 5, umsókn um stækkun lóðar

9.2

1509002 – Hálsar 5, vélaskemma

9.3

1510001 – Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun

9.4

1509011 – Breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2022

9.5

1510002 – Indriðastaðahlíð 104 og 106, breyting aðalskipulags

9.6

1509012 – Indriðastaðahlíð, breyting deiliskipulags

9.7

1510004 – Mál nefnda Alþingis nr. 10, 101, 133 og 140

Fundargerðir til kynningar

10

Fundur nr. 138, þann 13.11 sl. – Mál nr. 1511008

Lögð fram fundargerð Faxaflóahafna nr. 138

Skipulagsmál

11

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501007

Erindi barst frá Skipulagsstofnun dags. 30. sept. 2015. Stofnunin yfirfór framlögð gögn og gerði athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki hefur verið tekin efnisleg afstaða til innsendra athugasemda og að skilmálar um hámarks byggingarmagn sé ekki nægilega skýrt. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 93. fundi sínum að ekki verði tekið tillit til innsendra athugasemda. Óskað hefur verið ítrekað eftir óverulegum deiliskipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa, byggingu kjallara og aukið byggingarmagn innan frístundabyggðarinnar. Ákveðið var að samræma skilmála frístundabyggðarinnar við stefnumörkun aðalskipulags til að koma til móts við tíðar skipulagsbreytingar innan byggðarinnar. Frístundalóðir í Hvammsskógum eru stórar, landhalli nokkur og trjágróður er hár og þéttur á stórum hluta skipulagssvæðisins. Það er því mat skipulags- og byggingarnefndar að breyting skilmála skipulagssvæðisins er varðar heildar byggingarmagn lóða samræmist vel heildar yfirbragði byggðar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tekið verði tillit til ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi orðalag um hámarksbyggingarmagn og skilmálum breytt í samræmi við það.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að nýtt erindi verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með lagfærðum gögnum og afrit af svörum sveitarstjórnar til þeirra sem gerðu athugasemdir. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.

12

Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501006

Erindi barst frá Skipulagsstofnun dags. 30. sept. 2015. Stofnunin yfirfór framlögð gögn og gerði athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki hefur verið tekin efnisleg afstaða til innsendrar athugasemdar og að skilmálar um hámarks byggingarmagn sé ekki nægilega skýrt. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 93. fundi sínum að ekki verði tekið tillit til innsendrar athugasemdar. Óskað hefur verið ítrekað eftir óverulegum deiliskipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa, byggingu kjallara og aukið byggingarmagn innan frístundabyggðarinnar. Ákveðið var að samræma skilmála frístundabyggðarinnar við stefnumörkun aðalskipulags til að koma til móts við tíðar skipulagsbreytingar innan byggðarinnar. Frístundalóðir í Hvammsskógum eru stórar, landhalli nokkur og trjágróður er hár og þéttur á stórum hluta skipulagssvæðisins. Það er því mat skipulags- og byggingarnefndar að breyting skilmála skipulagssvæðisins er varðar heildar byggingarmagn lóða samræmist vel heildar yfirbragði byggðar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tekið verði tillit til ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi orðalag um hámarksbyggingarmagn og skilmálum breytt í samræmi við það.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að nýtt erindi verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með lagfærðum gögnum og afrit af svari sveitarstjórnar til þess sem gerði athugasemd. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:30.