96 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fundur nr. 96

Miðvikudaginn 15. júní 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar. Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ljósmyndasýningin Skorradalur allt árið – Mál nr. 1605004

Ljósmyndasýningin Skorradalur allt árið – styrkumsókn.

Samþykkt að veita 150.000 kr. styrk.

2

Ferðastyrkur nema í Umhverfisskipulagi LBHÍ, styrkumóskn. – Mál nr. 1605019

Styrkur og kaup á greiningu á svæði Skorradalshrepps sem unnin var af nemendum Umhverfisskipulagi Lbhí. Nemendur munu nýta styrkinn í ferðasjóð.

Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk.

3

Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal – Mál nr. 1606002

Lagður fram undirritaður samningur.

4

Þjónustusamningur v. barna með lögheimili í Skorradal sem stunda nám í grunnskólum í Borgarbyggð. – Mál nr. 1606003

Lagður fram undirritaður samningur.

5

Þjónustusamningur v. barna með lögheimili í Skorradalshreppi sem eru vistuð í leikskólanum Borgarbyggð. – Mál nr. 1606004

Lagður fram undirritaður samningur.

6

Þjónustusamningur v. nemenda með lögheimili í Skorradalshreppi sem stunda nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. – Mál nr. 1606005

Lagður fram undirritaður samningur.

7

Samningur um félagsþjónustu, málefni fatlaðra og þjónustu í barnaverndarmálum – Mál nr. 1606006

Lagður fram undirritaður samningur.

8

Samningur um safnamál – Mál nr. 1606007

Lagður fram undirritaður samningur.

9

Samningur um brunavarnir – Mál nr. 1606008

Lagður fram undirritaður samningur.

10

Boð um aðstoð sjálfsboðaliða til sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög – Mál nr. 1606009

Lagður fram tölvupóstur frá SEEDS.

11

Kjörskrá til forsetakosninga 25. júní n.k. – Mál nr. 1606010

Lögð fram kjörskrá

Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 48 íbúar. Kjörskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.

12

Viðauki við verksamning – Mál nr. 1606011

Lögð fram breyting á gr. 4 í verksamningi v. Sorphirðu í Skorradalshreppi.

13

Starfsmannamál – Mál nr. 1603023

Oddviti fer yfir stöðu mála.

Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

14

Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016 – Mál nr. 1606016

Samningur lagður fram.

Almenn mál – umsagnir og vísanir

15

Mál nefnda Alþingis nr. 670. – Mál nr. 1605002

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða f. drykkjarvörur.

Lagt fram.

16

Mál nefnda Alþingis nr. 673. – Mál nr. 1605001

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

Lagt fram.

17

Mál nefnda Alþingis nr. 638. – Mál nr. 1604024

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.

Lagt fram.

18

Mál nefnda Alþingis nr. 728. – Mál nr. 1604023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga.

Lagt fram.

19

Mál nefnda Alþingis nr. 449 – Mál nr. 1604022

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.

Lagt fram.

20

Mál nefnda Alþingis nr. 785. – Mál nr. 1605016

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru.

21

Mál nefnda Alþingis nr. 675. – Mál nr. 1605015

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla.

Fundargerðir til staðfestingar

22

Skipulags- og byggingarnefnd – 98 – Mál nr. 1605002F

Lögð fram fundargerð frá 31. maí s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.

22.1

1604002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 36

22.2

1605001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 37

22.3

1602004 – Indriðastaðir 1A

22.4

1605009 – Vatnsendahlíð 8. áfangi, deiliskipulagsbreyting

22.5

1605005 – Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi

22.6

1605008 – Vatnsendahlíð 87, byggingarmál

22.7

1605014 – Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi

22.8

1602007 – Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu.

Fundargerðir til kynningar

23

Fundargerð 838. fundar stjórnar SÍS – Mál nr. 1605003

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 838.

24

Fundur stjórnar SSV nr. 121 – Mál nr. 1604015

Lögð fram

25

Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 144 þann 8. apríl s.l. – Mál nr. 1605017

Fundargerð nr. 144, lögð fram.

26

Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 145 þann 13. maí s.l. – Mál nr. 1605018

Fundargerð nr. 145, lögð fram.

27

Fundur stjórnar SSV nr. 122 – Mál nr. 1604016

Lagt fram

28

Fundur stjórnar SSV nr. 123 – Mál nr. 1606012

Fundargerð lögð fram.

29

Fundur stjórnar SSV nr. 124 – Mál nr. 1606013

Fundargerð lögð fram.

30

Fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 133 – Mál nr. 1606014

Fundargerð lögð fram

31

Fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 134 – Mál nr. 1606017

Fundargerð lögð fram

32

Fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 135 – Mál nr. 1606018

Fundargerð lögð fram.

Skipulagsmál

33

Vatnsendahlíð 8. áfangi, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1605009

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180,182, 184,185 og landeiganda.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

34

Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1605005

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir Dynhvammi 5, Hvammsskógum 40, 42, 44, 45 og landeiganda.

Tölvupóstur barst frá byggingarfulltrúa um breyttar forsendur. Málinu vísað til baka til skipulags- og byggingarnefndar.

35

Vatnsendahlíð 87, byggingarmál – Mál nr. 1605008

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir Vatnsendahlíð 85, 89, 70,72, 93 og landeiganda.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

36

Indriðastaðahlíð 104 og 106, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1509012

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 15. mars til 15. apríl 2016. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun samþykkt deiliskipulag og birta auglýsingu um samþykkt hreppsnefndar í B-deild Stjórnartíðinda.

Framkvæmdarleyfi

37

Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu. – Mál nr. 1602007

Hreppsnefnd samþykkti þann 9. mars 2016 veitingu framkvæmdaleyfis vegna endurnýjunar hitaveitulagnar í landi Stóru Drageyrar að undangenginni grenndarkynningu sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Framkvæmd hefur farið af stað í óleyfi. Starfsmaður Minjastofnunar fór á vettvang og staðfesti að minjum hafi verið raskað. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að landeigendur Stóru Drageyrar, Skátafélag Akranes, Skógrækt ríkisins og Vegagerðin áriti grenndarkynningargögn og umsögn minnjastofnunar verði óskað.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

22:25.