105 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 105
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Niðurstaða opnunar Fjarskiptasjóðs 1. febrúar s.l. Skorradalshreppur á kost á styrk samkvæmt umsóknartillögu 4 að upphæð kr. 16.417.191,- til lagningar á ljósleiðara til að tengja 47 styrkhæfa staði.

PD fór yfir feril málsins og næstu skref. Hreppsnefnd samþykkir að taka við styrk Fjarskiptasjóðs. Einnig samþykkir hreppsnefnd að fela oddvita að fá ótengdan aðila til að gera mat á stöðu sveitarfélagsins vegna væntanlegra framkvæmda samkvæmt 66. gr Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

Jafnframt er oddvita og PD falið að leita að starfskrafti vegna væntanlegar framkvæmdar í samræmi við umræður á fundinum.

2

Nýtt bókhaldskerfi. – Mál nr. 1610009

S.l. sumar tilkynnti Advania lokun bókhaldskerfisins SFS sem hefur verið notað síðan 1996. Lagt fram tilboð frá DK hugbúnaði með nýtt kerfi.

Samþykkt að kaupa DK kerfið. PD falið að vinna málið áfram.

3

Málaflokkur 21 – sveitarstjórnarskrifstofa. – Mál nr. 1702001

Umræða samkv. lið 1 í fundargerð hreppsnefndar frá 1. des. s.l.

JEE og SFB vilja bóka eftirfarandi: Ljóst er, að ekki er vilji hjá meirihluta sveitarstjórnar að gera breytingar samkvæmt ábendingum endurskoðanda.

Fundargerðir til staðfestingar

4

Skipulags- og byggingarnefnd – 102 – Mál nr. 1701001F

Lögð fram fundargerð frá 10. janúar s.l.

Fundagerðin samþykkt í öllum 6. liðum.

4.1

1607008 – Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs

4.2

1510001 – Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun

4.3

1607009 – Indriðastaðir Kaldárkot

4.4

1606021 – Landsskipulagsstefna 2015-2026

4.5

1411012 – Fornleifaskráning í Skorradal

4.6

1701001 – Aðalskipulag Borgarbyggðar-breyting

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:40.