101 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 101
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2015 – Mál nr. 1606025

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur fyrir árið 2015. Undir þessum lið mætti Konráð Konráðsson endurskoðandi.

Konráð fór yfir niðurstöðu ársreikningsins.

FB og JEE vilja bóka eftirfarandi:

Við hörmum að enn og aftur er verið leggja ársreikning 2015 fyrir á seinni hluta ársins og leggjum enn áherslu á að tímamörk og skil á ársreikningi verði virt og staðið verði við þær dagsetningar samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Samþykkt að vísa umræðu um ársreikning 2015 til seinni umræðu.

2

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Farið yfir stöðu málsins, sagt frá fundi með Borgarbyggð.

PD fór yfir stöðuna, rætt um kostnað og fleira ásamt Konráði endurskoðanda. Samþykkt að senda Borgarbyggð erindi um lagningu ljósleiðara í Andakíl. Einnig samþykkt að senda inn umsókn til Fjarskiptasjóðs.

3

Skólaakstur í Skorradal. – Mál nr. 1611004

Farið yfir tillögu að útboðsleið hjá Borgarbyggð.

Samþykkt að fela SFB og PD að vinna málið áfram.

Fundargerðir til kynningar

4

Fundargerðir nr. 842 & 843 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1611001

Lagðar fram.

5

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 125 & 126 – Mál nr. 1611002

Lagðar fram.

6

Faxaflóahöfn sf. – stjórnarfundir 148, 149 & 150 – Mál nr. 1611003

Lagðar fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:25.