Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 100
Miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Kjörskrá til alþingiskosninga 29. október n.k. – Mál nr. 1610004
| |
Lögð fram kjörskrá til staðfestingar. Einnig er lagt til að kjörstaður verði að Indriðastöðum þar sem Skátaskálinn er upptekin á kjördag.
| ||
Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 49 íbúar. Kjörskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.
| ||
|
||
2
|
Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
| |
PD fór yfir málið.
| ||
PD falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
3
|
Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 1603005
| |
Lagt fram til seinni umræðu tillaga að nýrri gjaldskrá.
| ||
Gjaldskráin samþykkt.
| ||
|
||
4
|
Erindi til Vegargerðarinnar – Vegamál í Skorradal. – Mál nr. 1610005
| |
Lagt fram bréf oddvita.
| ||
Samþykkt að leggja fram erindi frá Oddvita, annarsvegar til samgöngunefndar frá 25.apríl sl. og hins vegar til Vegagerðarinnar 7.október sl.
| ||
|
||
5
|
Húsafriðunarsjóður 2016 – Mál nr. 1608008
| |
Lagt fram svar Minjastofnunar um verkefnið Verndarsvæði í byggð – Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal.
| ||
Minjastofnun hefur samþykkt að veita styrk upp á kr. 5.980.000,- Oddvita falið að fá formann Framdalsfélagsins á fund til að meta næstu skref.
| ||
|
||
6
|
Tillaga að Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2019 – Mál nr. 1610006
| |
Óskað er eftir umsagnar sveitarstjórnar á tillögunni.
| ||
Oddviti lagði fram tillögu að umsögn. Oddvita falið að klára hana í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
7
|
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 22.-23.september – Mál nr. 1609011
| |
Oddviti sagði frá ráðstefnunni.
| ||
|
||
8
|
Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2016 – Mál nr. 1609010
| |
Oddviti fór yfir ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
| ||
|
||
9
|
Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra í umdæmi lögreglustjóra. – Mál nr. 1609012
| |
Oddviti sagði frá fundi sem fór fram 7. september s.l.
| ||
|
||
10
|
9. mánaðauppgjör fyrir árið 2016 – Mál nr. 1610007
| |
Lagt fram.
| ||
Farið yfir stöðu eftir 9. mánuði ársins.
| ||
|
||
11
|
Fjárhagsáætlun 2017 – Mál nr. 1610008
| |
Lögð fram til skoðunar.
| ||
Rætt um áætlunina og hvað það þurfi að bæta við áður en áætlunin kemur til fyrri umræðu.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
12
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 101 – Mál nr. 1610001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 11. október s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.
| ||
12.1
|
1606002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 38
| |
12.2
|
1607001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 39
| |
12.3
|
1610002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 40
| |
12.4
|
1609006 – Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi
| |
12.5
|
1610003 – Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi
| |
12.6
|
1608001 – Indriðastaðir, endurnýjun hitaveitulagnar, framkvæmdaleyfi
| |
12.7
|
1407004 – Hvammsskógur 45, bygg.mál
| |
|
||
Skipulagsmál
| ||
13
|
Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1610003
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar aukið byggingarmagn á lóð Vatnsendahlíðar 183 úr 100 fm í 107,1 fm, með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeiganda.
| ||
Hreppsnefnd leggur til að heimila óverulega breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist og breyting deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
14
|
Indriðastaðir, endurnýjun hitaveitulagnar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1608001
| |
Endurnýja á hitaveitulagnir í landi Indriðastaða. Um er að ræða stofnlagnir og heimtaugar í elsta hluta frístundabyggðar Indriðastaða, Stráksmýrar og tveggja lóða við Skógarás. Deiliskipulag liggur ekki fyrir í elsta hluta frístundabyggðar Indriðastaða. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld þar sem nefndin telur hana vera óverulega sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulags- og byggingarnefnd leggur samt til að aflað verði umsagnar Minjastofnunar þar sem framkvæmd fer um svæði þar sem ekki er í gildi deiliskipulag.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Hreppsnefnd fellst enn fremur á að leitað verði umsagnar Minjastofnunar þar sem framkvæmd fer um svæði þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:45.