107 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 107

Mánudaginn 24. apríl 2017 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009

Hulda Guðmundsdóttir mætir. Farið yfir framgangs verkefnisins „Verndarsvæði í byggð – Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal“ eftir styrkveitingu Minjastofnunar.

Hulda kynnti verkefnið. Miklar umræður urðu um verkefnið. Ljóst er að það verður að endurskoða samning við Framdalsfélagið frá ágúst s.l. Oddvita falið að vinna málið áfram.

2

Húsafriðunarsjóður 2016 – Mál nr. 1608008

Lagður fram samningur við Minjastofnun vegna styrkúthlutunar.

Umræður urðu um verkefnið sem styrkurinn fylgir. Hulda Guðmundsdóttir, fulltrúi Framdalsfélagsins svarði spurningum fundarmanna. Samþykkt að fá fulltrúa Minjastofnunar á fund sveitarfélagsins um framgang verkefnisins Framdalurinn – tillaga að verndarsvæði. Oddvita, formanni skipulagsnefndar og Skipulagsfulltrúa funda með Minjastofnun ásamt fulltrúa Framdalsfélagsins.

3

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Staða málsins.

PD og ÁH fara yfir málið.

4

12 mánaða uppgjör 2016 – Mál nr. 1704010

Lagt fram 12. mánaða uppgjör

5

Erindi vegna refaveiði. – Mál nr. 1704008

Lagt fram.

Málinu frestað.

6

Aðalfundarboð Vélabæjar ehf. 2017 – Mál nr. 1704009

Lagt fram

ÁH sagði frá aðalfundinum sem haldinn var 21. apríl s.l.

7

Sorpmál – Mál nr. 1704012

Komið er að lokum samnings við Íslenska Gámafélagsins ehf. er gerður var 2010 í samstarfi við 3 önnur sveitarfélög. PD fór yfir fund sem hann átti með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt að skoða samstarf við Hvalfjarðarsveit um útboð í sorphreinsun.

8

Skólaakstur í Skorradal. – Mál nr. 1611004

Erindi frá fræðslustjóra Borgarbyggðar. Útboð er lokið með skólaakstur. Tvö tilboð bárust í Skorradalsleiðina.

Gengið verður að lægra tilboðinu sem er tæp 80% af kostnaðaráætlun. Það samþykkt.

Fundargerðir til staðfestingar

9

Skipulags- og byggingarnefnd – 103 – Mál nr. 1703002F

Lögð fram fundargerð frá 4. apríl s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 8. liðum.

9.1

1703004 – Dagverðarnes 51-53, breyting deiliskipulags

9.2

1011026 – Húsakönnun á jörðum í Skorradalshreppi

9.3

1607008 – Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs

9.4

1702006 – Skráning menningarminja, skilaskyld gögn

9.5

1610003 – Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi

9.6

1704002 – Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi

9.7

1704003 – Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga, III útgáfa 2017

9.8

1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

10

Dagverðarnes 51-53, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1703004

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags á svæði 6 í landi Dagverðarnes á lóð nr. 52. Um er að ræða breytingu á greinargerð er varðar heimild til að byggja 3 hús á lóð í stað tveggja og að hámarksstærð gestahúss megi vera 35 m2. Umrædd breyting samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverlega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Dagverðarnes 1, 51, 53, 126 og landeiganda.

Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dagverðarnes 1, 51, 53, 126 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

11

Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1610003

Breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 21. febrúar til 21. mars 2017. Grenndarkynning barst ekki öllum grönnum þar sem erindi var sent á rangt heimilisfang lóðarhafa. Athugasemdir bárust frá tveim aðilum þar sem lýst er andstöðu við umræddar breytingar.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að deiliskipulagsbreyting verði ekki samþykkt á grundvelli innsendra athugasemda og telur ekki ástæðu til að endurtaka grenndarkynningu þrátt fyrir formgalla á grenndarkynningu. Lagt er til að skipulagsfulltrúa verði falið að upplýsa lóðarhafa Vatnsendahlíðar 183 og aðila sem gerðu athugasemdir um niðurstöðu hreppsnefndar.

Hreppsnefnd samþykkir ekki óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli innsendra athugasemda.

12

Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs – Mál nr. 1607008

Lagt fram erindi frá Lex lögmannsstofu, dagsett 18. apríl s.l. Athugasemdir vegna framkvæmdarleyfisumsóknar.

Sveitarstjórn telur sig hafa fullnægt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt 10. gr. laga nr. 37/1993 áður en ákvörðun verði tekin. Oddvita falið að svara erindinu.

13

Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs – Mál nr. 1607008

Fullnægjandi framkvæmdaleyfisgögn bárust 31. jan. 2017. Fyrirhugaður göngustígur er í samræmi við gildandi deiliskipulag sem auglýst var í Stjórnartíðindum þann 4. mars 2002. Málið var kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þ.e. Hvammsskógi 30 og 32 með tölvupósti dags. 31. jan. 2017. Erindi barst frá lóðarhafa Hvammsskóga 32, dags. 3. mars 2017 þar sem hann andmælti fyrirhugaðri framkvæmd. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að erindið hafi ekki áhrif á ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfisins en leggur áherslu á, í ljósi þeirra ábendinga sem fram komu í erindinu, að öllu raski á gróðri verði haldið í lágmarki og stígur látinn fylgja landslagi í hæðarlegu eins og kostur er. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veitt verði framkvæmdaleyfi sbr. 1. mgr. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Hreppsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi sbr. 1. mgr. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur áherslu á að öllu raski á gróðri verði haldið í lágmarki og stígur látinn fylgja landslagi í hæðarlegu eins og kostur er. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:25.