115 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 115

fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Húsafriðunarsjóður 2016 – Mál nr. 1608008

Sigurbjörg Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi mætti. Lagt fram minnisblað Skipulagsfulltrúa um fund hjá Alta 27. febrúar s.l.

Umræður urðu um stöðu verkefnins. Meirihluti hreppsnefndar samþykkir að óska eftir fresti hjá Minjastofnun um verkefnaskil verndarsvæðis í byggð – Framdalurinn. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2

Húsakönnun 2018 – Mál nr. 1802001

Samkvæmt 4. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra bygginga sem fyrir eru, við gerð húsakönnunar. Þannig er tryggt að nægileg þekking sé til staðar til að taka upplýstar ákvarðanir um verndun gæði byggðar og einstakra húsa og til að móta hið byggða umhverfi til framtíðar. Árið 2011 fékk Skorradalshreppu styrk úr Húsafriðunarsjóði til húsakönnunar. Það verk fór af stað, en því lauk ekki. Lögð er fram verkáætlun og tilboð í húsakönnun fyrir allt sveitarfélagið sem skipt er upp í tvo áfanga. Skil á skýrslu fyrsta áfanga verði í lok ágúst og skil á öðrum áfanga verði í októberlok 2018. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gengið verði til samninga við Fornleifastofnunar Íslands ses.. Drög að samningi um gerð húsakönnunar við ofangreindan aðila er lagður fram.

Hreppsnefnd leggur til að gengið verði til samninga við Fornleifastofnun Íslands ses. og Hjörleif Stefánsson er varðar 1. áfanga tilboðsins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3

Fjárhagsáætlun 2018 – Mál nr. 1712002

Framhald síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu. Niðurstaða A- hluta aðalsjóðs er jákvæð upp á 2.364.750,-

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2017 verði fyrir A-stofn 0,46% og fyrir B- og C- stofn 1,28%.

JEE og SFB harmar að ekki hafi tekist að klára fjárhagsáætlun á tilsettum tíma.

4

3 ára fjárhagsáætlun 2019-2021 – Mál nr. 1712009

Lögð fram til síðari umræðu.

Hún samþykkt samhljóða.

5

Erindi frá SSV. – Mál nr. 1802005

Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Skorradalshrepps í gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

Samþykkt að tilnefna oddvita í nefndina.

6

Erindi frá Lögreglustjóra Vesturlands – Mál nr. 1802006

Tillaga Lögreglustjóra um sameiginlega Almannavarnanefnd fyrir Vesturland.

Lögð fram drög að samningi á milli sveitarfélaganna fyrir Vesturland fyrir sameiginlega Almannavarnarnefnd.

7

Breytinga á vetraþjónustu á Skorradalsvegi. – Mál nr. 1802012

Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni frá 8. febrúar s.l.

Breyttar reglur um vetrarþjónustu eru gengnar í gildi og þjónusta á Skorradalsvegi breytist í 5 daga fram að Dragavegi og 3 daga þaðan inn fyrir Dagverðarnes.

Oddviti lagði fram minnisblað um snjómokstur. Oddvita falið að ræða við Vegagerðina um að gæta meira jafnræðis um snjómokstursdaga í sveitarfélaginu.

8

Lögð fram erindi frá nokkrum eigendum frístundahúsa í Fitjahlíð og félagi sumarhúsaeiganda þar – Mál nr. 1802011

Óskir um snjómokstur.

Í dag er opnað þegar veður og færð gefa tilefni til inn í Fitjahlíð. Farið er eftir veðurspá með opnanir og í samráði við Vegagerðina. Oddvita falið að svara erindinu.

9

Erindi frá starfshópi Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu. – Mál nr. 1802007

Óskað er eftir stöðu á 3. fasa rafmagni í sveitarfélaginu.

3 fasa rafmagn er fyrir hendi á öllum stöðum í sveitarfélaginu nema á Hálsum og endurvarpsstöð Mílu á Skálafelli. Oddvita falið að svara ráðuneytinu.

10

Íbúaskrá 1. desember 2017 – Mál nr. 1802013

Lögð fram íbúaskrá.

Lagt fram.

Fundargerðir til staðfestingar

11

Skipulags- og byggingarnefnd – 112 – Mál nr. 1802001F

Lögð fram fundargerð frá 6. febrúar s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðum.

11.1

1608009 – Framdalsfélagið – samningur um samstarf.

11.2

1712004 – Fitjar, breyting aðalskipulags

11.3

1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags

11.4

1411012 – Fornleifaskráning í Skorradal

11.5

1802002 – Uppmæling á fornminjum í Skorradal

11.6

1802001 – Húsakönnun 2018

Fundargerðir til kynningar

12

Samtök sveitarfélaga á Vesurlandi, stjórnarfundir nr. 131-135 – Mál nr. 1802008

Lagðar fram.

13

Fundargerðir nr. 853 – 856 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1802010

Lagðar fram.

14

Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 165 – Mál nr. 1802009

Lögð fram

Skipulagsmál

15

Fitjar, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1712004

Óskað hefur verið eftir óverulegri breytingu aðalskipulags er varðar niðurfellingu verslunar- og þjónustusvæðis í landi Fitja til að koma fyrir íbúðalóðum á landbúnaðarlandi sbr. stefnumörkun Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem niðurfellin verslunar- og þjónustusvæðis hefur engin áhrif á landnotkun eða á einstaka aðila eða menningarlandslag Framdalsins.

Hreppsnefnd samþykkir bókun 112. fundar skipulags- og byggingarnefndar um óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að því gefnu að fullnægjandi gögn verði lögð fram að hálfu landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

16

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Tillaga breytingar aðalskipulags var kynnt á opnum degi þann 30. jan. 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins. Tillagan var einnig kynnt aðliggjandi sveitarfélögum, þ.e. Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð með erindi dags. 23. jan. 2018.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar Indriðastaði og Mófellsstaði verði auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga.

Hreppsnefnd samþykkti bókun 112. fundar skipulags- og byggingarnefndar á símafundi þann 6.feb. 2018 um að tillaga breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar Indriðastaði og Mófellsstaði verði auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:40.