Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 114
miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Brú lsj. starfamanna sveitarfélaga. – Mál nr. 1801005
| |
Lagður fram samningur við Lsj. Brú. Einnig lagt fram greinargerð frá Talnakönnun.
| ||
Sveitarstjórn samþykkir samning við Brú Lífeyrirsjóð og uppgjör á eldri lífeyrisskuldbindingum. Heildarupphæð er kr. 6.867.339,- Oddvita falið að undirrita samninginn. Uppgjörið gjaldfærist með rekstri ársins 2017.
| ||
|
||
2
|
Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna rekstrar á árinu 2017. – Mál nr. 1712010
| |
Lagt fram erindi.
| ||
Samþykkt að veita 300.000 kr. styrk til Ungmennafélagsins sem er tekið af fjárhagsáætlun s.l. árs og gjaldfærist styrkurinn á því ári.
| ||
|
||
3
|
Umsögn um nýtingarleyfi á grunnvatni, Hvammur – Mál nr. 1801001
| |
Erindi barst frá Orkustofnun er varðar beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á 0,5 sek./l grunnvatns í landi Hvamms í Skorradal. Orkustofnun bendir á að samkvæmt 15. gr. laga nr. 57/1998 er kveðið á um að sveitarfélag skuli hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna grunnvatns innan marka sveitarfélagsins vegna þarfa vatnsveitu sem rekin er í sveitarfélaginu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði nýttur forgangsréttur til nýtingar á 0,5 l/s af grunnvatni í landi Hvamms.
| ||
Hreppsnefnd mun ekki nýta forgangsrétt til nýtingar á 0,5 l/s af grunnvatni í landi Hvamms og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa Orkustofnun um það.
| ||
|
||
4
|
Fjárhagsáætlun 2018 – Mál nr. 1712002
| |
Lögð fram til seinni umræðu.
| ||
Farið yfir áætlunina. Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
5
|
3 ára fjárhagsáætlun 2019-2021 – Mál nr. 1712009
| |
Lögð fram til fyrri umræðu 3 ára áætlun fyrir 2019-2021
| ||
Samþykkt að vísa áætluninni til seinni umræðu.
| ||
|
||
6
|
Bókun frá bæjarstjórn Akranesskaupsstaðar um ástand vega á Vesturlandi. – Mál nr. 1801007
| |
Bókun bæjarstjórnar frá 9. janúar lögð fram.
| ||
Hreppsnefnd tekur undir bókun Akraneskaupsstaðar.
| ||
|
||
7
|
Erindi frá íbúasamtökum Kjalarnes – Mál nr. 1801008
| |
Íbúasamtök Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness fyrirhuga fund um uppbyggingu á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda.Er því sent erindi til bæjar- og sveitarstjórnum Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar og þess óskað að þessir aðilar standi með okkur að umræddum fundi, sem verður haldinn 22. febrúar n.k.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í fundinum.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
8
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 111 – Mál nr. 1801001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 9. janúar s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.
| ||
8.1
|
1712004F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 46
| |
8.2
|
1801001 – Umsögn um nýtingarleyfi á grunnvatni, Hvammur
| |
8.3
|
1705003 – Fitjahlíð 29, byggingarmál
| |
8.4
|
1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags
| |
8.5
|
1708005 – Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags
| |
8.6
|
1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða
| |
8.7
|
1712004 – Fitjar, breyting aðalskipulags
| |
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
9
|
Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 161-164 – Mál nr. 1801006
| |
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Faxaflóahafnar nr. 161-164
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
10
|
Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps er varðar Indriðastaði og Mófellsstaði verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir bókun 111. fundar skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
| ||
|
||
11
|
Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1708005
| |
Óveruleg breyting deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynnt frá 14. nóv. til 14. des. 2017. Eitt erindi barst á grenndarkynningartíma sem ekki mun hafa áhrif á tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óveruleg breyting deiliskipulags verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun og samþykkt hennar auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir bókun 111. fundar skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
| ||
|
||
12
|
Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða – Mál nr. 1712001
| |
Óskað er eftir að tekið verði til meðferðar deiliskipulag tveggja íbúðalóða í landi Fitja (landnr. 133958). Um er að ræða 1 ha landsvæði sem er skilgreint sem landbúnaðarland og verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Deiliskiplagið samræmist ekki stefnu aðalskipulags þar sem skilgreint er svæði fyrir verslun og þjónustu innan annarrar íbúðalóðarinnar. Á 113. fundi hreppsnefndar var málinu vísað aftur til skipulag- og byggingarnefndar. Oddvita var falið að upplýsa skipulags- og byggingarnefndina um umræður á hreppsnefndarfundinum. Oddviti fór yfir málið með hreppsnefnd. Skipulags- og byggingarnefnd telur að bókun 110. fundar skipulags- og byggingarnefndarinnar sé í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að upplýsa umsækjanda um umræður á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
| ||
Hreppsnefnd hafnar ósk um meðferð deiliskipulags tveggja íbúðalóða þar sem umrætt skipulag samræmist ekki stefnu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 um landnotkun.
| ||
|
||
13
|
Fitjar, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1712004
| |
Óskað hefur verið eftir f. h. landeiganda með tölvupósti dags. 12.12.2017 eftir óverulegri breytingu aðalskipulags er varðar færslu verslunar- og þjónustusvæðis í landi Fitja til að koma fyrir íbúðalóðum. Samanber skýrslu um Aðalskráning fornminja í Skorradal, Framdalur (2017), eru skráðar minjar á umræddu svæði.
Á 113. fundi hreppsnefndar var málinu vísað aftur til skipulags- og byggingarnefndar. Oddvita var falið að upplýsa nefndina um umræður á fundinum. Oddviti fór yfir málið. Skipulags- og byggingarnefnd telur að bókun 110. fundar nefndarinnar sé í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
Það er mat hreppsnefndar að svæðið njóti verndar vegna menningarminja sbr. skýrslu Aðalskráningar fornminja og er því ekki um óverulega breytingu að ræða. Hreppsnefnd leggur til við landeigendur að þeir leggi fram breytingu aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að verslunar- og þjónustusvæði færist til á Fitjum að teknu tilliti til aðalskráningar fornminja í Framdalnum.
| ||
|
||
14
|
Vatnsendahlíð 8. áfangi, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1605009
| |
Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags var grenndarkynnt 21. nóv til 21. des. 2017 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskpulags og hún send Skipulagsstofnun og samþykkt hennar auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
15
|
Fitjahlíð 29, byggingarmál – Mál nr. 1705003
| |
Óskað er eftir að byggja 40,0 fm viðbyggingu þannig að heildar stærð húss verði 63,0 fm. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrirhuguð byggingarframkvæmd samræmist aðalskipulagi er varðar nýtingarhlutfall lóðar sem er 0,05. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fitjahlíðar 26,27,28, 29A og landeigendum.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 41. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:10.