Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 119
fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Styrkbeiðni frá Landbúnaðarsafni Íslands – Mál nr. 1806005
| |
Lögð fram beiðni um styrk vegna uppbyggingar fyrir friðland í Andakíl.
| ||
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar hreppsnefndar.
| ||
|
||
2
|
Ísland, atvinnulíf og menning 2020 – Mál nr. 1806007
| |
Lagt fram bréf SagaZ ehf um að taka þátt í bók um íslenskt atvinnulíf sem áætlað komi út 2022
| ||
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar hreppsnefndar.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
3
|
Fundargerðir stjórnar fjallskilaumdæmisins – Mál nr. 1806006
| |
Lagðar fram fundargerðir nr. 4 og 5 stjórnar fjallskilaumdæmisins.
| ||
Fundargerðinnar staðfestar.
| ||
|
||
4
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 115 – Mál nr. 1806001F
| |
Lögð fram fundargerð frá því í dag 7. júní
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
| ||
4.1
|
1806002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 49
| |
4.2
|
1704011 – Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi
| |
4.3
|
1806001 – Dagverðarnes 138, tjörn
| |
4.4
|
1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða
| |
4.5
|
1805007 – Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags
| |
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
5
|
Ljóspunktur ehf. – fundargerðir stjórnar – Mál nr. 1806008
| |
Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 4, 5, 6 og 7.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
6
|
Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1805007
| |
Óskað hefur verið eftir breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í Hálsaskógi, II. áfanga, Refsás. Um er að ræða breytingu á afmörkun byggingarreits og auka byggingarmagn lóðar Refsholts 17. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 15, 16, 18, 39, 41 og landeigendum.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
7
|
Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða – Mál nr. 1712001
| |
Á 114. fundi hreppsnefndar var ósk um meðferð deiliskipulags tveggja íbúðalóða hafnað þar sem það samræmdist ekki Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Á 115. fundi hreppsnefndar var samþykkt óveruleg breyting aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða hreppsnefndar var auglýst í Morgunblaðinu þann 16. mars 2018. Tillagan verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Lýsing deiliskipulagsáætlunar samræmist óverulegri breytingu aðalskipulags sem samþykkt var á 115. fundi hreppsnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu aðalskipulags, að lýsing deiliskipulags verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar Íslands og kynnt íbúum sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að lýsing deiliskipulags verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar Íslands og kynnt fyrir almenningi sbr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
8
|
Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags – Mál nr. 1806003
| |
Skorradalshreppi barst í dag erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna óverulega breytingar á aðalskipulagi.
| ||
Kæran lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndinni fyrir 6. júlí n.k.
| ||
|
||
9
|
Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld – Mál nr. 1806004
| |
Skorradalshreppi barst í dag erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna skipulagsgjalda.
| ||
Kæran lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndinni fyrir 6. júlí n.k.
| ||
|
||
10
|
Breyting aðalskipulags Borgarbyggðar, skotæfingasvæði – Mál nr. 1805004
| |
Erindi barst frá Borgarbyggð þar sem breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar er kynnt fyrir aðliggjandi sveitarfélögum.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði lögð fram og kynnt á hreppsnefndarfundi.
| ||
Tillagan lögð fram og kynnt.
| ||
|
Í lok fundar óskaði Árni Hjörleifsson oddviti eftir orðinu.
Þetta er lokafundur hreppsnefndar á kjörtímabilinu og þakkaði hann fyrir samstarfið og sérstaklega Steinunni Fjólu Benediktsdóttir þar sem hún er að hætta eftir að hafa setið síðan frá árinu 2002 eða í 16 ár í sveitarstjórn. Fjólu var færður smá þakklætisvottur í tengslum við lok þessa starfstímabils.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
22:15.