Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 121
miðvikudaginn 11. júlí 2018 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Tillaga – Lögreglusamþykkt fyrir umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. – Mál nr. 1803005
| |
Lögð fram tillaga lögreglustjóra að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
| ||
Samþykkt samhljóða.
| ||
|
||
2
|
Eigandastefna Faxaflóahafna sf. – beiðni um umsögn. – Mál nr. 1804005
| |
Oddviti lagði fram drög að nýrri eigandastefnu.
| ||
Samþykkt samhljóða.
| ||
|
||
3
|
Ráðstöfun styrks úr styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir árið 2018. – Mál nr. 1807002
| |
Styrkvegir 2018. Umsókn um styrk vegna vegar um Vatnshorn og Bakkakot.
| ||
Lagt fram bréf Vegagerðinnar. Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi umræður á fundinum.
| ||
|
||
4
|
Erindi frá Ríkisendurskoðun. – Mál nr. 1807003
| |
Ríkisendurskoðun bendir á að frambjóðendur í persónukjöri við sveitarstjórnarkosningar þurfa að skila upplýsingum um tekjur og kostnað í kosningabaráttu sinnar.
| ||
Lagt fram. Oddvita falið að leita nánari upplýsingar um erindið.
| ||
|
||
5
|
Styrkbeiðni frá Landbúnaðarsafni Íslands – Mál nr. 1806005
| |
Áður frestað. Lögð fram beiðni um styrk vegna uppbyggingar fyrir friðland í Andakíl.
| ||
Samþykkt að veita umbeðinn styrk.
| ||
|
||
6
|
Aðalskipulag Skorradalshrepps – hugsanleg endurskoðun – Mál nr. 1807001
| |
Í byrjun hvers kjörtímabils þarf að taka til umræðu um hvort þurfi að taka aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar.
| ||
Samþykkt að óska eftir umsögn skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.
| ||
|
||
7
|
Ný persónuverndarlöggjöf – Mál nr. 1807004
| |
Oddviti kynnti efni nýrrar löggjafar.
| ||
Kynning verður á næstunni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samþykkt að hreppsnefnd fari á kynninguna.
| ||
|
||
8
|
Ísland, atvinnulíf og menning 2020 – Mál nr. 1806007
| |
Áður frestað. Lagt fram bréf SagaZ ehf um að taka þátt í riti um íslenskt atvinnulíf sem áætlað er að komi út 2022
| ||
Samþykkt að taka þátt.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
9
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 116 – Mál nr. 1806005F
| |
Lögð fram fundargerð frá því 3. júlí s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.
| ||
9.1
|
1806019 – Kosning formanns og varaformanns
| |
9.2
|
1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.
| |
9.3
|
1806018 – Hrísás 10 og 12, deiliskipulag Skálalækjar í landi Indriðastaða, breyting deiliskipulags
| |
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
10
|
Ljóspunktur ehf. – fundargerðir stjórnar – Mál nr. 1807005
| |
Lagðar fram fundargerðir 10 og 11.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
11
|
Hrísás 10 og 12, deiliskipulag Skálalækjar í landi Indriðastaða, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1806018
| |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Skálalækjar í landi Indriðastaða er varðar sameiningu lóðanna Hrísás 10 og 12.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hrísás 8 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hrísás 8 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
23:00.