Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 126
miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundargerð ritaði:
Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Ástríður Guðmundsdóttir, hreppsnefndarmaður boðaði forföll rétt fyrir fundinn.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Ársreikningar Skorradalshrepps fyrir árin 2016 og 2017- Mál nr. 1809005
| |
Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur ársins 2017
| ||
Ársreikningurinn samþykktur.
Niðurstaða A og B hluta sveitarsjóðs er jákvæð um 14.752 þús kr. JEE vill bóka eftirfarandi: „Harmar það að ársreikningurinn 2017 hafi ekki verið afgreiddur á réttum tíma.“ Aðrir hreppsnefndarmenn taka undir þá bókun. PD leggur til að ársreikningar s.l. ára verði birtir á www.skorradalur.is | ||
Gestir
| ||
Konráð Konráðsson – KPMG –
| ||
2.
|
Fjárhagsáætlun 2019- Mál nr. 1811002
| |
Áframhald fyrri umræðu.
| ||
Farið yfir áætlunina. Samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.
| ||
3.
|
Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2019- Mál nr. 1811005
| |
Oddviti leggur fram tillögu um lágmarksútsvarsprósentu fyrir árið 2019
| ||
Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar 12,44% fyrir árið 2019.
| ||
Framkvæmdarleyfi
| ||
4.
|
Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 3. og 4. áfanga- Mál nr. 1809010
| |
Ljóspunktur ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3. og 4. áfanga er varðar lagningu ljósleiðara í landi Litlu Drageyrar, Haga og Háafells í Skorradalshreppi. Lagðir eru fram uppdrættir, sem bárust með tölvupósti dags. 25.09.2018, sem sýna legu lagnar. Samþykki Vegagerðar og Minjastofnunar liggur fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar landeigendur hafa áritað grenndarkynningargögn sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem sveitarfélagið telur að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
01:30.