Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 124
fimmtudaginn 25. október 2018 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Ársreikningar Skorradalshrepps fyrir árin 2016 og 2017- Mál nr. 1809005
| |
Ársreikningur 2016 lagður fram til seinni umræðu. Haraldur Reynisson og Konráð Konráðsson fóru yfir endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2016
| ||
Ársreikningurinn samþykktur.
Niðurstaða A og B hluta sveitarsjóðs er jákvæð um 11.502 þús kr. JEE vill bóka eftirfarandi: „Harmrar það að ársreikningurinn 2016 hafi ekki verið afgreiddur á réttum tíma.“ Aðrir hreppsnefndarmenn taka undir þá bókun. | ||
Gestir
| ||
Haraldur Örn Reynisson – KPMG –
| ||
Konráð Konráðsson – KPMG –
| ||
2.
|
Ný persónuverndarlöggjöf- Mál nr. 1807004
| |
Karl Sigðurðsson frá DATTACA LABS fer yfir persónuverndarlöggjöfina.
| ||
Karl kynnti löggjöfina og þjónustu DATTACA LABS.
| ||
Gestir
| ||
Karl Sigurðsson – DATTACA LABS –
| ||
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir – skipulagsfulltrúi –
| ||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
3.
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 118- Mál nr. 1809001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 25. september s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 3. liðum
| ||
3.1
|
1704011 – Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi
| |
3.2
|
1809010 – Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 3. og 4. áfanga
| |
3.3
|
1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi
| |
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
18:00.